Sr. Óskar Hafsteinn skipaður prófastur

9. apríl 2024

Sr. Óskar Hafsteinn skipaður prófastur

Sr. Óskar Hafsteinn

Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson sóknarprestur í Hrunaprestakalli hefur verið skipaður prófastur í Suðurprófstsdæmi frá 1. nóvember næst komandi.

Sr. Halldóra Þorvarðardóttir sóknarprestur í Fellsmúlaprestaakalli hefur gegnt prófstsstörfum frá 1. september árið 1998 þegar hún var skipuð prófastur í Rangárvallaprófastsdæmi og 1. janúar árið 2010 var hún skipuð  prófastur í Suðurprófastsdæmi.

Sr. Óskar er fæddur þann 24. mars árið 1973.

Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Laugrvatni árið 1993 og cand. theol. frá Haskóla Íslands árið 1999.

Síðan sótti hann nám í uppeldis- og kennslufræði við sama skóla árin 1999-2001.

Hann var skipaður sóknarprestur í Ólafsvíkurprestakalli frá 1. febrúar árið 2000 og vígðist þann 23. sama mánaðar.

Aukaþjónustu sinnti hann í Ingjaldshólsprestakalli í september árið 2001.

Sr. Óskar var skipaður prestur í Akureyrarprestskalli árið 2005 og þjónaði þar til ársins 2008.

Árið 2009 var hann skipaður prestur í Selfossprestakalli og sinnti því til ársins 2014, er hann var skipaður sóknarprestur í Hrunaprestakalli.

Hann lauk MA-prófi í guðfræði frá guðfræðideild Háskóla Íslands í samstarfi við Háskólann á Akureyri vorið 2008.

Þá hefur hann sinnt ýmsum félags- og trúnaðarstörfum, setið í stjórn Prestafélags Suðurlands og verið kjarmálafulltrúi Prestafélags Íslands eitt kjörtímabil.

Sr. Óskar situr í stjórn Skálholts og hefur setið í stjórn héraðsnefndar prófastsdæmisins síðast liðið ár og er í stjórn Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna.

Eiginkona sr. Óskars er Elín Una Jónsdóttir íslenskukennari við Menntaskólann að Laugarvatni.

Þau eiga þrjú börn, Helgu Margréti, sem fædd er árið 2001, Óskar Snorra, sem er fæddur árið 2004 og Elínbjörtu Eddu sem er fædd árið 2013.


slg



  • Prófastur

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Prestar og djáknar

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju