Kosning hefst í dag

11. apríl 2024

Kosning hefst í dag

Biskupsefnin á síðasta kynningarfundinum í Lindartungu. Sr. Guðmundur Karl, sr. Guðrún og sr. Elínborg

Kosning til biskups Íslands hefst í dag 11. apríl kl. 12:00 og lýkur kl. 12:00 á hádegi þann 16. apríl.

Kosningin fer fram með rafrænum hætti á https://kirkjan.is/kosning

Í kjöri til biskups Íslands eru þau þrjú sem flestar tilnefningar fengu þegar starfandi prestar og djáknar tilnefndu úr hópi presta.

Þau eru sr. Elínborg Sturludóttir prestur í Dómkirkjunni í Reykjavík, sr. Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju og sr. Guðrún Karls- Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju.

Á kjörskrá eru 2283, þar af 2116 leikmenn og 167 prestar og djáknar.

Kjörstjórn telur atkvæðin innan sólarhrings frá því að kosningu lýkur.

Starfsreglur sem kirkjuþing hefur samþykkt um kosningu biskups Íslands má finn hér.

Þar kemur fram að ef ekkert þeirra sem í kjöri er fær meiri hluta atkvæða þarf að kjósa aftur á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fá.

 

slg


  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Þjóðkirkjan

  • Kosningar

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar