Presta- og djáknastefnan 2024 sett á morgun

15. apríl 2024

Presta- og djáknastefnan 2024 sett á morgun

Frá Presta- og djáknastefnunni 2023 í Grensáskirkju

Presta- og djáknastefnan árið 2024 verður haldin haldin í Stykkishólmi dagana 16.-18. apríl.

Umræðuefnið að þessu sinni er:

Kirkjan og handbókin „En kirkjan er líkami hans og fyllist af honum sem sjálfur fyllir allt í öllu.”

Er þessi tilvitnun tekin úr Efesusbréfinu 1:23.

Dagskráin hefst þriðjudaginn 16. apríl kl. 17:30 með messu í Stykkishólmskirkju þar sem sr. Sveinn Valgeirsson sóknarprestur í Dómkirkjunni í Reykjavík prédikar.

Eftir messuna setur biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir stefnuna.

Kl. 19:00 verður móttaka í Vatnasafninu á vegum sveitarfélagsins.

Dagskrá miðvikudagsins 17. apríl hefst kl. 9:00 með morgunbæn í kirkjunni, sem sr. Snævar Jón Andrésson sóknarprestur í Dalaprestakalli annast.

Kl. 9:30 verður biblíulestur, sem ber yfirskriftina:

Um kirkjuna biðjandi og boðandi.

Það er dr. Grétar Halldór Gunnarsson prestur í Kársnesprestakalli sem sér um hann.

Kl. 10:00 hefst vinna við nýja Handbók og stendur hún til hádegis.

Kl. 13:00 flytur dr. Peter Lodberg erindi sem hann nefnir:

Hlutverk kirkjunnar innan borgaralegs samfélags.

Peter Lodberg er danskur guðfræðingur, rithöfundur og fyrirlesari.

Hann var áður prófessor við guðfræðideildina í Århus Universitet.

Eftir kaffihlé kl. 16:00 verður farið yfir viðbragðaáætlun og verkefni hópslysanefndar.

Það er Ásta Ágústsdóttir djákni í Kársnesprestakalli sem leiðir þá umræðu.

Kl. 16:30 er Lútherska heimssambandið á dagskrá.

Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands og varaforseti Lútherska Heimsambandsins flytur erindi.

Kl. 17:00 er erindi sem nefnt er: Skráning sóknarbarna.

Sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson prestur í Austfjarðprestskalli sér um þennan lið stefnunnar.

Kl. 17:20 fara Elín Elísabet Jóhannsdóttir verkefnastjóri fræðslumála og Ragnhildur Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri biskupsstofu yfir niðurstöður hjá HR Monitor.

Dagskránni lýkur kl. 17:40 með kvöldbænum sem sr. Ægir Örn Sveinsson, sóknarprestur í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestkalli sér um.

Um kvöldið er hátíðarkvöldverður og kvöldvaka á Fosshóteli.

Dagskrá fimmtudagsins 18. apríl hefst með morgunbæn í kirkjunni.

Sr. Laufey Brá Jónsdóttir sóknarprestur í Setbergsprestakalli sér um þær.

Eftir morgunbænir er biblíulestur um kirkjuna þjónandi.

Það er sr. Daníel Ágúst Gautason prestur í Fossvogsprestakalli sem annast biblíulesturinn.

Kl. 10:00 flytur dr. Díana Ósk Óskarsdóttir erindi sem hún nefnir:

Þekktu sjálfa(n) þig.

Eru þetta niðurstöður doktorsritgerðar hennar.

Kl. 10:40 segir sr. Stefán Már Gunnlaugsson frá Kirkjudögunum sem haldnir verða í Reykjavík dagana 25. ágúst til 1. september 2024.

Kl. 11:00 verður rætt um flóttamanna- og innflytjendamál.

Það er sr. Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back sóknarprestur á Borg á Mýrum sem talar.

Þá verða önnur mál á dagskrá.

Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir prestur í Egilsstaðaprestakalli og prófastur í Austurlandsprófastsdæmi er formaður miðnefndar, en þangað berast önnur mál.

Í miðnefnd sitja auk sr. Sigríðar, sr. Bryndís Valbjarnardóttir prestur í Húnavatnsprestakalli og sr. Sigurður Már Hannesson prestur í Seljakirkju.

Kl. 14:00 eru synodusslit í Stykkishólmskirkju.


slg


  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Lútherska heimssambandið

  • Presta- og djáknastefna

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Flóttafólk

  • Biskup

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju