Sr. Sigríður skipuð prófastur

15. apríl 2024

Sr. Sigríður skipuð prófastur

Sr. Sigríður Gunnarsdóttir

Sr. Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur í Skagafjarðarprestakalli hefur verið skipuð prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi frá 15. apríl 2024.

Hún tekur við af sr. Döllu Þórðardóttur á Miklabæ, en hún lét af störfum þann 1. desember síðast liðinn.

Frá þeim tíma hefur sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum gegnt prófstsstörfum.

Sr. Dalla var fyrst kvenna skipuð prófastur í Skagafjarðarprófstsdæmi þann 1. júní árið 1995 frá 1. september sama ár og eftir sameiningu prófastsdæmanna, prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi.

Sr. Sigríður er fædd þann 20. júlí árið 1975.

Hún varð stúdent frá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra árið 1995, og lauk cand. theol. prófi frá Háskóla Íslands árið 2003.

Hún var kirkjuvörður í Hóladómkirkju árin 2003-2005.

Sr. Sigríður vígðist þann 15. október árið 2006 til afleysinga í Sauðárkróksprestakalli og var síðan sett sóknarprestur í Sauðárkróksprestakalli frá 1.ágúst 2007.

Við sameiningu prestakallanna í Skagafirði var hún skipuð sóknarprestur í Skagafjarðarprestakalli frá 1. janúar 2023.

Sr. Sigríður lauk meistaraprófi í Forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2020.

Hún hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum, meðal annars hefur hún setið í Löngumýrarnefnd um árabil og verið í stjórn Prestafélags Hólastiftis hins forna og verið í undirbúningsnefnd Þrettándaakademíu.

Sr. Sigríður er gift Þórarni Eymundssyni tamingamanni og lektor við Háskólann á Hólum.

Þau búa á Nautabúi í Hjaltadal.

Börn þeirra eru Eymundur Ás sem er fæddur árið 2002, Þórgunnur, sem er fædd árið 2005 og Hjördís Halla, sem fædd er árið 2010.

 

slg


  • Prófastur

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Prestar og djáknar

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar