Sr. Sigríður skipuð prófastur

15. apríl 2024

Sr. Sigríður skipuð prófastur

Sr. Sigríður Gunnarsdóttir

Sr. Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur í Skagafjarðarprestakalli hefur verið skipuð prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi frá 15. apríl 2024.

Hún tekur við af sr. Döllu Þórðardóttur á Miklabæ, en hún lét af störfum þann 1. desember síðast liðinn.

Frá þeim tíma hefur sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum gegnt prófstsstörfum.

Sr. Dalla var fyrst kvenna skipuð prófastur í Skagafjarðarprófstsdæmi þann 1. júní árið 1995 frá 1. september sama ár og eftir sameiningu prófastsdæmanna, prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi.

Sr. Sigríður er fædd þann 20. júlí árið 1975.

Hún varð stúdent frá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra árið 1995, og lauk cand. theol. prófi frá Háskóla Íslands árið 2003.

Hún var kirkjuvörður í Hóladómkirkju árin 2003-2005.

Sr. Sigríður vígðist þann 15. október árið 2006 til afleysinga í Sauðárkróksprestakalli og var síðan sett sóknarprestur í Sauðárkróksprestakalli frá 1.ágúst 2007.

Við sameiningu prestakallanna í Skagafirði var hún skipuð sóknarprestur í Skagafjarðarprestakalli frá 1. janúar 2023.

Sr. Sigríður lauk meistaraprófi í Forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2020.

Hún hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum, meðal annars hefur hún setið í Löngumýrarnefnd um árabil og verið í stjórn Prestafélags Hólastiftis hins forna og verið í undirbúningsnefnd Þrettándaakademíu.

Sr. Sigríður er gift Þórarni Eymundssyni tamingamanni og lektor við Háskólann á Hólum.

Þau búa á Nautabúi í Hjaltadal.

Börn þeirra eru Eymundur Ás sem er fæddur árið 2002, Þórgunnur, sem er fædd árið 2005 og Hjördís Halla, sem fædd er árið 2010.

 

slg


  • Prófastur

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Prestar og djáknar

Sr. Sigurður Már

Sr. Sigurður Már ráðinn sóknarprestur

23. apr. 2025
...við Seljaprestakall
Sr. Hjalti Jón Sverrisson

Sr. Hjalti Jón ráðinn

23. apr. 2025
...fangaprestur þjóðkirkjunnar
Sr. Gunnbjörg Óladóttir

Sr. Gunnbjörg Óladóttir ráðin

23. apr. 2025
...héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi