Fyrri umferð biskupskosninga lokið

16. apríl 2024

Fyrri umferð biskupskosninga lokið

Kosning biskups Íslands fór fram dagana 11.- 16. apríl.

Kosningu lauk á hádegi í dag, 16. apríl.

Niðurstaða kosninganna liggur fyrir.

Þrjú voru í kjöri og féllu atkvæði þannig:

Guðrún Karls Helgudóttir hlaut 839 atkvæði eða 45,97%

Guðmundur Karl Brynjarsson hlaut 513 atkvæði eða 28,11%

Elínborg Sturludóttir hlaut 465 atkvæði eða 25,48%

Á kjörskrá voru 2286 og greiddu 1825 atkvæði eða 79,83 %.

Átta tóku ekki afstöðu.

Þar sem enginn frambjóðandi fékk meiri hluta greiddra atkvæða verður kosið á nýjan leik milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu.

Stefnt er að því að seinni umferð kosningar hefjist fimmtudaginn 2. maí kl. 12:00 á hádegi og standi til þriðjudagsins 7. maí kl. 12:00 á hádegi.

Fyrir hönd kjörstjórnar

Anna M. Karlsdóttir, formaður.

 

slg




  • Kosningar

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju