Fyrri umferð biskupskosninga lokið

16. apríl 2024

Fyrri umferð biskupskosninga lokið

Kosning biskups Íslands fór fram dagana 11.- 16. apríl.

Kosningu lauk á hádegi í dag, 16. apríl.

Niðurstaða kosninganna liggur fyrir.

Þrjú voru í kjöri og féllu atkvæði þannig:

Guðrún Karls Helgudóttir hlaut 839 atkvæði eða 45,97%

Guðmundur Karl Brynjarsson hlaut 513 atkvæði eða 28,11%

Elínborg Sturludóttir hlaut 465 atkvæði eða 25,48%

Á kjörskrá voru 2286 og greiddu 1825 atkvæði eða 79,83 %.

Átta tóku ekki afstöðu.

Þar sem enginn frambjóðandi fékk meiri hluta greiddra atkvæða verður kosið á nýjan leik milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu.

Stefnt er að því að seinni umferð kosningar hefjist fimmtudaginn 2. maí kl. 12:00 á hádegi og standi til þriðjudagsins 7. maí kl. 12:00 á hádegi.

Fyrir hönd kjörstjórnar

Anna M. Karlsdóttir, formaður.

 

slg
  • Kosningar

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Skálholt-bók.jpg - mynd

Eitt allra stærsta gripasafn sem til er

27. maí 2024
...annað bindi um fornleifauppgröft í Skálholti komið út
Sr. Steinunn Anna

Sr. Steinunn Anna Baldvinsdóttir ráðin til Seljasóknar

24. maí 2024
...var vígð í Skálholti á annan í hvítasunnu
Sr. Guðlaug Helga

Sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir ráðin í Mosfellsprestakall

24. maí 2024
...var vígð í Skálholti á annan í hvítasunnu.