Presta- og djáknastefnan var sett í gær

17. apríl 2024

Presta- og djáknastefnan var sett í gær

Prestar og djáknar 2024

Presta- og djáknastefna Íslands 2024 var sett í gær, þriðjudaginn 16. apríl.

Hófst hún með messu í Stykkishólmskirkju þar sem, sr. Sveinn Valgeirsson sóknarprestur í Dómkirkjunni í Reykjavík prédikaði.

Predikunina má lesa í heild sinni hér.

Sr. Gunnar Hauksson sóknarprestur í Stykkishólmi og prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi þjónaði fyrir altari.

Eftir messuna setti biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir stefnuna.

Setningarræðuna má lesa hér.

Að messu og setningu lokinni var prestum og djáknum boðið í gönguferð um Stykkishólm undir leiðsögn bæjarstjórans í Stykkishólmi, Jakobs Björgvins Jakobssonar.

Því næst bauð bæjarstjórnin til móttöku í Vatnasafninu í Stykkishólmi.

Dagskrá miðvikudagsmorgunsins 17. apríl hófst með morgunbænum í umsjá sr. Snævars Jóns Andréssonar sóknarprests í Dalaprestakalli.

Að bænastundinni lokinni var Biblíulestur í umsjá sr. Grétars Halldórs Gunnarssonar prests í Kársnessókn.

Þá hófst vinna með nýja handbók.

Áður en sú vinna hófst kynnti dr. Sigríður Guðmarsdóttir störf Handbókarnefndar.

Eftir hádegi kemur gestur frá Danmörku, Peter Lodberg.

Erindið nefnir hann: Hlutverk kirkjunnar innan borgaralegs samfélags.

Peter Lodberg er danskur guðfræðingur, rithöfundur og fyrirlesari.

Hann var áður prófessor við guðfræðideildina í Århus Universitet.

Myndirnar sem teknar voru við setningu prestastefnu og í móttöku bæjarstjórans tók Sumarliði Ásgeirsson.

Myndir morgunsins í Stykkishólmskirkju tók slg.


slg



Myndir með frétt

  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Presta- og djáknastefna

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Biskup

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar