Presta- og djáknastefnan var sett í gær

17. apríl 2024

Presta- og djáknastefnan var sett í gær

Prestar og djáknar 2024

Presta- og djáknastefna Íslands 2024 var sett í gær, þriðjudaginn 16. apríl.

Hófst hún með messu í Stykkishólmskirkju þar sem, sr. Sveinn Valgeirsson sóknarprestur í Dómkirkjunni í Reykjavík prédikaði.

Predikunina má lesa í heild sinni hér.

Sr. Gunnar Hauksson sóknarprestur í Stykkishólmi og prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi þjónaði fyrir altari.

Eftir messuna setti biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir stefnuna.

Setningarræðuna má lesa hér.

Að messu og setningu lokinni var prestum og djáknum boðið í gönguferð um Stykkishólm undir leiðsögn bæjarstjórans í Stykkishólmi, Jakobs Björgvins Jakobssonar.

Því næst bauð bæjarstjórnin til móttöku í Vatnasafninu í Stykkishólmi.

Dagskrá miðvikudagsmorgunsins 17. apríl hófst með morgunbænum í umsjá sr. Snævars Jóns Andréssonar sóknarprests í Dalaprestakalli.

Að bænastundinni lokinni var Biblíulestur í umsjá sr. Grétars Halldórs Gunnarssonar prests í Kársnessókn.

Þá hófst vinna með nýja handbók.

Áður en sú vinna hófst kynnti dr. Sigríður Guðmarsdóttir störf Handbókarnefndar.

Eftir hádegi kemur gestur frá Danmörku, Peter Lodberg.

Erindið nefnir hann: Hlutverk kirkjunnar innan borgaralegs samfélags.

Peter Lodberg er danskur guðfræðingur, rithöfundur og fyrirlesari.

Hann var áður prófessor við guðfræðideildina í Århus Universitet.

Myndirnar sem teknar voru við setningu prestastefnu og í móttöku bæjarstjórans tók Sumarliði Ásgeirsson.

Myndir morgunsins í Stykkishólmskirkju tók slg.


slg



Myndir með frétt

  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Presta- og djáknastefna

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Biskup

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju