Samstarf Hallgrímskirkju og Listaháskólans og Söngvahátíð barnanna

19. apríl 2024

Samstarf Hallgrímskirkju og Listaháskólans og Söngvahátíð barnanna

Vetrarmynd af Hallgrímskirkju í Reykjavík

Hallgrímskirkja og Listaháskóli Íslands hafa um árabil átt gott samstarf.

Söng- og hljóðfæranemendur auk Kórs Listaháskóla Íslands munu koma fram á tónleikum Listaháskólans í Hallgrímskirkju á morgun, laugardaginn 20. apríl kl. 14:00.

Markmiðið með samstarfinu er að kynna nemendur fyrir Klais- orgelinu og rými kirkjunnar til tónlistarflutnings.

Viðburðurinn er orðinn einn stærsti tónleikaviðburður tónlistardeildar Listaháskólans.

Tónleikarnir hafa verið mjög glæsilegir og áheyrendur hafa fjölmennt á þessa tónleika til að heyra í tónlistarfólki framtíðarinnar.

Á dagskránni eru einleiksverk fyrir orgel, sönglög og aríur, dúettar og kórverk meðal annars eftir Bach, Caccini, Mozart, Mendelssohn, Saint-Saëns og Önnu Þorvaldsdóttur.

Hér  má finna nánari upplýsingar um tónleikana.

Á sumardaginn fyrsta fimmtudaginn 25. apríl verður síðan Söngvahátíð barnanna í Hallgrímskirkju

Tónleikar hátíðarinnar verða haldnir kl. 14:00.

Þar koma fram barna- og unglingakórar úr kirkjum víða að.

Um 200 börn munu stíga á svið með kórum sínum og stjórnendum.

Með kórunum leika þeir Davíð Sigurgeirsson á gítar og Ingvar Alfreðsson á píanó.

Sérstakur gestur hátíðarinnar verður Íris Rós.

Hér  má finna nánari upplýsingar um hátíðina.

Auk þess verður Söngvahátíð með börnum á Akureyri á morgun laugardaginn 20. apríl.

Kirkjan.is mun segja frá báðum hátíðunum þegar þær hafa verið haldnar.

 

slg




Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Æskulýðsmál

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju