Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apríl 2024

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

Söngvahátíð barnanna var haldin á Akureyri laugardaginn 20. apríl og var mikið um dýrðir í Akureyrarkirkju.

Yngri og eldri barnakórar Akureyrarkirkju, Barna- og æskulýðskór Glerárkirkju og Perlukór Háteigskirkju hittust á Söngvahátíð barnanna.

Söngvahátíðin er haldin árlega á vegum þjóðkirkjunnar í samvinnu við gestgjafakirkjur.

Að sögn Guðnýjar Einarsdóttur söngmálastjóra þjóðkirkjunnar þá voru það um 60 börn og unglingar á aldrinum 7-18 ára sem sungu og æfðu saman mörg skemmtileg lög og tekin var upp útvarpsmessa sem útvarpað verður á RÚV kl. 11:00 á sumardaginn fyrsta.

Börnin úr barnakórunum lesa einnig bænir og ritningarlestra í messunni.

Öllum hópnum var boðin pizza og einnig fengu öll börnin að taka þátt í listasmiðju þar sem búinn var til sálmafoss úr blöðum úr gömlum sálmabókum.

Fossinn varð mikið listaverk eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Síðar um daginn fór hópurinn saman í sund og um kvöldið var kvöldvaka með karaoke og skemmtiatriðum sem kórarnir sáu um.

“Dagurinn var frábær í alla staði og krakkarnir til algjörrar fyrirmyndar“ segir Guðný.

„Sálmafossinn mun svo renna í leysingunum til Reykjavíkur en á sumardaginn fyrsta verður framhald á hátíðarhöldunum í Hallgrímskirkju.

Þá munu níu barnakórar af höfuðborgarsvæðinu hittast, syngja saman, taka þátt í listasmiðju þar sem bætt verður við sálmafossinn og eiga góðan dag.

Um 150 börn munu taka þátt í Söngvahátíðinni í Reykjavík svo það verður líf og fjör!“

Kl. 14:00 á sumardaginn fyrsta munu kórarnir halda sameiginlega tónleika og verður þá sálmafossinn einnig til sýnis.

„Ókeypis aðgangur er á tónleikana og öll hjartanlega velkomin“ segir Guðný Einarsdóttir að lokum.

 

slg


Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Tónlist

  • Æskulýðsmál

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar