Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apríl 2024

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

Söngvahátíð barnanna var haldin á Akureyri laugardaginn 20. apríl og var mikið um dýrðir í Akureyrarkirkju.

Yngri og eldri barnakórar Akureyrarkirkju, Barna- og æskulýðskór Glerárkirkju og Perlukór Háteigskirkju hittust á Söngvahátíð barnanna.

Söngvahátíðin er haldin árlega á vegum þjóðkirkjunnar í samvinnu við gestgjafakirkjur.

Að sögn Guðnýjar Einarsdóttur söngmálastjóra þjóðkirkjunnar þá voru það um 60 börn og unglingar á aldrinum 7-18 ára sem sungu og æfðu saman mörg skemmtileg lög og tekin var upp útvarpsmessa sem útvarpað verður á RÚV kl. 11:00 á sumardaginn fyrsta.

Börnin úr barnakórunum lesa einnig bænir og ritningarlestra í messunni.

Öllum hópnum var boðin pizza og einnig fengu öll börnin að taka þátt í listasmiðju þar sem búinn var til sálmafoss úr blöðum úr gömlum sálmabókum.

Fossinn varð mikið listaverk eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Síðar um daginn fór hópurinn saman í sund og um kvöldið var kvöldvaka með karaoke og skemmtiatriðum sem kórarnir sáu um.

“Dagurinn var frábær í alla staði og krakkarnir til algjörrar fyrirmyndar“ segir Guðný.

„Sálmafossinn mun svo renna í leysingunum til Reykjavíkur en á sumardaginn fyrsta verður framhald á hátíðarhöldunum í Hallgrímskirkju.

Þá munu níu barnakórar af höfuðborgarsvæðinu hittast, syngja saman, taka þátt í listasmiðju þar sem bætt verður við sálmafossinn og eiga góðan dag.

Um 150 börn munu taka þátt í Söngvahátíðinni í Reykjavík svo það verður líf og fjör!“

Kl. 14:00 á sumardaginn fyrsta munu kórarnir halda sameiginlega tónleika og verður þá sálmafossinn einnig til sýnis.

„Ókeypis aðgangur er á tónleikana og öll hjartanlega velkomin“ segir Guðný Einarsdóttir að lokum.

 

slg


Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Messa

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar

  • Tónlist

  • Æskulýðsmál

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju