Síðari umferð kosningar biskups Íslands

25. apríl 2024

Síðari umferð kosningar biskups Íslands

Samkvæmt starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa nr. 9/2021-2022, þarf að kjósa að nýju ef enginn fær meirihluta greiddra atkvæða, en í 4. mgr. 16. gr. reglnanna segir:

„Sá er réttkjörinn biskup Íslands eða vígslubiskup sem fær meiri hluta greiddra atkvæða.

Ef enginn frambjóðandi fær meiri hluta greiddra atkvæða skal kosið á nýjan leik milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu.

Ef fleiri en tveir fá jafnmörg atkvæði skal hlutkesti ráða um hverja tvo skuli kosið.

Sá er réttkjörinn biskup Íslands eða vígslubiskup sem fær meiri hluta greiddra atkvæða.

Verði atkvæði jöfn skal hlutkesti ráða.“

Eins og áður hefur komið fram fékk enginn meiri hluta greiddra atkvæða í kosningunni.

Eftirtalin fengu flest atkvæði:

Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir

og verður kosið á milli þeirra í síðari umferð sem hefst fimmtudaginn 2. maí 2024 kl. 12:00 og lýkur þriðjudaginn 7. maí 2024 kl. 12:00.

Kjörskrá við síðari umferð verður óbreytt.


  • Kosningar

  • Prestar og djáknar

  • Þjóðkirkjan

  • Auglýsing

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.