Síðari umferð kosningar biskups Íslands

25. apríl 2024

Síðari umferð kosningar biskups Íslands

Samkvæmt starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa nr. 9/2021-2022, þarf að kjósa að nýju ef enginn fær meirihluta greiddra atkvæða, en í 4. mgr. 16. gr. reglnanna segir:

„Sá er réttkjörinn biskup Íslands eða vígslubiskup sem fær meiri hluta greiddra atkvæða.

Ef enginn frambjóðandi fær meiri hluta greiddra atkvæða skal kosið á nýjan leik milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu.

Ef fleiri en tveir fá jafnmörg atkvæði skal hlutkesti ráða um hverja tvo skuli kosið.

Sá er réttkjörinn biskup Íslands eða vígslubiskup sem fær meiri hluta greiddra atkvæða.

Verði atkvæði jöfn skal hlutkesti ráða.“

Eins og áður hefur komið fram fékk enginn meiri hluta greiddra atkvæða í kosningunni.

Eftirtalin fengu flest atkvæði:

Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir

og verður kosið á milli þeirra í síðari umferð sem hefst fimmtudaginn 2. maí 2024 kl. 12:00 og lýkur þriðjudaginn 7. maí 2024 kl. 12:00.

Kjörskrá við síðari umferð verður óbreytt.


  • Kosningar

  • Prestar og djáknar

  • Þjóðkirkjan

  • Auglýsing

Sr. Yrsa Þórðardóttir

Andlát

23. sep. 2025
...sr. Yrsa Þórðardóttir er látin
Árni Svanur.jpg - mynd

Í þjónustu við heimskirkjuna

19. sep. 2025
Sr. Árni Svanur Daníelsson er nýr skrifstofustjóri á skrifstofu framkvæmdastjóra Lútherska heimssambandsins.
Fella- og hóla.jpg - mynd

Biskup Íslands boðar til Kirkjuþings unga fólksins

19. sep. 2025
Þingið fer fram í Fella- og Hólakirkju 18. og 19. október n.k.