Sumardagurinn fyrsti í Fossvoginum

26. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti í Fossvoginum

Sumardagurinn fyrsti var haldinn hátíðlegur í blíðskaparveðri í Bústaðakirkju í gær.

Dagskráin hófst við Grímsbæ þar sem Víkingar stóðu vaktina við grillið og buðu pylsur í stórum stíl.

Krambúðin gaf pylsurnar.

Frá Grímsbæ var svo gengið fylktu liði undir taktföstum hljóm Skólahljómsveitar Austurbæjar.

Skátafélagið Garðbúar leiddi gönguna.

Göngunni lauk í Bústaðakirkju þar sem skólahljómsveitin tók nokkur lög fyrir utan kirkjuna og síðan tók við fjölbreytt dagskrá inni í kirkjunni.

Listaverk leikskólabarna hverfisins voru til sýnis í anddyri kirkjunnar.

Dagskráin inni í kirkjunni hófst á samsöng þar sem sumarlög voru sungin við undirleik Jónasar Þóris organista kirkjunnar.

Séra María G. Ágústsdóttir sóknarprestur í Fossvogsprestakalli leiddi stundina í kirkjunni.

Kór Breiðagerðisskóla söng þrjú, falleg og skemmtileg lög.

Guðrún Margrét, formaður nemendafélags Réttarholtsskóla flutti hátíðarræðu.

Heiðrún Lóa sigurvegari söngkeppni Álftamýrar tók lagið.

Félagar úr línudanshópi Hæðagarðs sýndu listir sínar.

Að lokum var samsöngur.

Frá Bústaðakirkju lá leiðin niður í Vík, þar sem boðið var upp á andlitsmálun fyrir börnin og hoppukastala, og kaffi og kleinur fyrir eldri kynslóðina.

Við tók bikarleikur karlaliða Víkings og Víðis Garði sem fram fór á heimavelli hamingjunnar og lauk leiknum með sigri Víkings 4-1. 

Að sögn sr. Þorvalds Víðissonar prests í Fossvogsprestakalli var „dagskráin og framkvæmdin öll birtingarmynd hins mikla félagsauðs sem finna má í Fossvoginum, þar sem skólar, leikskólar, félagasamtök, skátar, kirkjan, Knattspyrnufélagið Víkingur, Skólahljómsveit Austurbæjar, Krambúðin, borgin, Bústaðir, Hæðagarður o.fl. leggja sitt að mörkum í skipulagningu og framkvæmd.“

 

slg



Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Æskulýðsmál

Logo.jpg - mynd

Laust starf

21. nóv. 2025
... starf prests við Borgarfjarðarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi með sérstakar skyldur við prófastsdæmið
Sigurður flosa.jpg - mynd

Sigurður Flosason söngmálastjóri

18. nóv. 2025
Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.
Tónleikar.png - mynd

Kristnir flóttamenn frá NAGORNO KARABAKH

12. nóv. 2025
STYRKTARTÓNLEIKAR fimmtudaginn 13. nóvember kl. 19:30 - 21:30 í Dómkirkjunni