Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

26. apríl 2024

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum



Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir sóknarprestur í Háteigsprestakalli og prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra lýkur prófastsþjónustu sinni að eigi ósk þann 1. júní næst komandi.

Hún hefur gengt þjónustunni í 9 ár.

Sr. Þorvaldur Víðisson prestur í Fossvogsprestakalli tekur við af sr. Helgu Soffíu.

Sr. Helga Soffía hefur kallað presta og djákna saman til fundar einu sinni í mánuði yfir vetrartímann sem er afar dýrmætt þeim sem sinna þessari þjónustu í kirkjunni.

Vor- og haustfundir eru eingöngu fyrir presta þar sem áhersla er lögð á presstarfið.

Vorfundur presta í prófastsdæminu fór fram í Safnaðarheimili Háteigskirkju á síðasta degi vetrar.

Fundurinn hófst með ritningarlestri og bæn í umsjá sr. Evu Bjarkar Valdimarsdóttur prests í Fossvogsprestakalli.

Yfirskrift fundarins var “Kennum hvert öðru”.

Allir prestarnir sögðu frá áherslum sínum í starfi síðast liðinn vetur og var sérstaklega áhrifamikið að hlusta á sr. Sigrúnu Óskarsdóttur fangaprest segja frá helgihaldi í fangelsinu á páskadagsmorgun, þar sem fjölskyldur fanganna tóku þátt.

Þá voru flutt tvö erindi.

Fyrirlesarar voru sr. Arnór Bjarki Blomsterberg og sr. Bolli Pétur Bollason frá Ástjarnarprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi og sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir frá Laugardalsprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Rakel Halldórsdóttir, kynningarfulltrúi Háteigskirkju sá um að gefa fólki að borða og tók þessa mynd af fundarfólki fyrir fréttaritara kirkjan.is


slg


  • Fundur

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Fræðsla

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju