Sr. Sigurvin Lárus ráðinn prestur

30. apríl 2024

Sr. Sigurvin Lárus ráðinn prestur

Sr. Sigurvin Lárus Jónsson

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti í Garðaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi.

Sr. Sigurvin Lárus Jónsson hefur nú verið ráðinn.

Sigurvin Lárus Jónsson er fæddur árið 1978.

Foreldrar hans eru Jón Lárus Sigurðsson fyrrverandi yfirlæknir á Röntgendeild Landspítala Íslands og Sif Sigurvinsdóttir læknaritari.

Eiginkona sr. Sigurvins er Rakel Brynjólfsdóttir bókmenntafræðingur og á hann þrjá drengi.

Sigurvin lauk cand. theol. prófi frá Háskóla Íslands árið 2006 og MA gráðu í nýjatestamentisfræðum frá sama skóla árið 2014.

Hann varði doktorspróf við Árósarháskóla í nýjatestamentisfræðum árið 2019 og var í rannsóknardvöl við Emory háskóla í Bandaríkjunum árin 2016 og 2018.

Frá árinu 2019 til ársins 2022 kenndi hann við háskólann í Münster, sem rannsakandi (wissenschaftlicher mitarbeiter), og síðan sem stundakennari.

Þá hefur hann sinnt stundakennslu í grísku og ritskýringu við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

Sigurvin starfaði í Laugarneskirkju á námsárum og að loknu guðfræðiprófi í Neskirkju við Hagatorg á árunum 2006-2016, fyrst sem æskulýðsfulltrúi, þá æskulýðprestur frá árinu 2011 og loks settur prestur.

Hann þjónaði sem settur sóknarprestur í Laugarneskirkju veturinn 2013-2014.

Samhliða fræðastörfum þjónaði hann sem prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði árin 2019-2021 og í Fríkirkjunni í Reykjavík frá árinu 2021.

Sr. Sigurvin hefur birt fjölda greina um guðfræði og samfélagsmál og gefið út bækur erlendis á sviði nýjatestamentisfræða.


slg


  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Biskup

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju