Sr. Sigurvin Lárus ráðinn prestur

30. apríl 2024

Sr. Sigurvin Lárus ráðinn prestur

Sr. Sigurvin Lárus Jónsson

Biskup Íslands auglýsti nýlega eftir presti í Garðaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi.

Sr. Sigurvin Lárus Jónsson hefur nú verið ráðinn.

Sigurvin Lárus Jónsson er fæddur árið 1978.

Foreldrar hans eru Jón Lárus Sigurðsson fyrrverandi yfirlæknir á Röntgendeild Landspítala Íslands og Sif Sigurvinsdóttir læknaritari.

Eiginkona sr. Sigurvins er Rakel Brynjólfsdóttir bókmenntafræðingur og á hann þrjá drengi.

Sigurvin lauk cand. theol. prófi frá Háskóla Íslands árið 2006 og MA gráðu í nýjatestamentisfræðum frá sama skóla árið 2014.

Hann varði doktorspróf við Árósarháskóla í nýjatestamentisfræðum árið 2019 og var í rannsóknardvöl við Emory háskóla í Bandaríkjunum árin 2016 og 2018.

Frá árinu 2019 til ársins 2022 kenndi hann við háskólann í Münster, sem rannsakandi (wissenschaftlicher mitarbeiter), og síðan sem stundakennari.

Þá hefur hann sinnt stundakennslu í grísku og ritskýringu við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

Sigurvin starfaði í Laugarneskirkju á námsárum og að loknu guðfræðiprófi í Neskirkju við Hagatorg á árunum 2006-2016, fyrst sem æskulýðsfulltrúi, þá æskulýðprestur frá árinu 2011 og loks settur prestur.

Hann þjónaði sem settur sóknarprestur í Laugarneskirkju veturinn 2013-2014.

Samhliða fræðastörfum þjónaði hann sem prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði árin 2019-2021 og í Fríkirkjunni í Reykjavík frá árinu 2021.

Sr. Sigurvin hefur birt fjölda greina um guðfræði og samfélagsmál og gefið út bækur erlendis á sviði nýjatestamentisfræða.


slg


  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Biskup

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar