Síðari umferð biskupskosninga hefst í dag

2. maí 2024

Síðari umferð biskupskosninga hefst í dag

Sr. Guðmundur Karl og sr. Guðrún

Síðari umferð kosninga til biskups Íslands hefst í dag 2. maí kl. 12:00 og lýkur kl. 12:00 á hádegi þann 7. maí.

Kosningin fer fram með rafrænum hætti á á https://kirkjan.is/kosning

Í kjöri til biskups Íslands eru þau tvö sem flest atkvæði fengu í fyrri umferðinni sem fram fór 11.-16. apríl síðast liðinn.

Þau eru sr. Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju og sr. Guðrún Karls- Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju.

Á kjörskrá eru 2286, þar af 2119 leikmenn og 167 prestar og djáknar.

Kjörstjórn telur atkvæðin innan sólarhrings frá því að kosningu lýkur.

Starfsreglur sem kirkjuþing hefur samþykkt um kosningu biskups Íslands má finna hér.



slg


  • Kosningar

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Þjóðkirkjan

  • Auglýsing

IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.
Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.