Nýkjörnum biskupi fagnað á biskupsstofu

7. maí 2024

Nýkjörnum biskupi fagnað á biskupsstofu

Sr. Guðrún og frú Agnes

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir hefur verið kjörin biskup Íslands eins og fram hefur komið á kirkjan.is.

Starfsfólk Þjónustumiðstöðvar kirkjunnar, bæði á biskupsstofu og rekstrarstofu fögnuðu nýkjörnum biskupi á biskupsstofu í Grensáskirkju kl. 14.00 í dag með miklu lófaklappi.

Fjölmiðlum var boðið til fagnaðarins og þar gafst þeim tækifæri til að taka myndir og ræða bæði við núverandi biskup Íslands og hinn nýkjörna biskup.

Sr. Guðrúnu voru færð blóm og ávarpaði biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir sr. Guðrúnu og bauð hana velkomna til starfa í því góða teymi sem starfsfólk biskupsstofu og rekstrarstofu er.

Sr. Guðrún kemur til starfa á biskupsstofu í sumar en biskupsvígslan fer fram í lok kirkjudaga, sem haldnir verða 25. ágúst til 1. september.

Myndirnar hér fyrir neðan eru af sr. Guðrúnu og forseta kirkjuþings Drífu Hjartardóttur og frú Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands.

Auk þess er mynd af starfsfólki biskupsstofu með biskupi Íslands.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju