Sr. Guðrún Karls Helgudóttir kjörin biskup Íslands

7. maí 2024

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir kjörin biskup Íslands

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir

Síðari umferð biskupskosninganna lauk á hádegi í dag.

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir hlaut flest atkvæði 1060 eða 52,19%

Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson fékk 954 atkvæði eða 46,97%

Á kjörskrá voru 2286, 166 prestar og djáknar og 2119 leikmenn.

Kjörsókn var 88,85 %

Sr. Guðrún er fædd 27. apríl árið 1969 í Reykjavík.

Foreldrar hennar eru Karl Magnús Kristjánsson og Helga Einarsdóttir.

Guðrún var stúdent frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti árið 1992 og lauk B.A. í guðfræði frá Háskóla Íslands haustið 1998 og cand. theol. frá sama skóla árið 2000.

Guðrún hafði umsjón með barnastarfi við Árbæjarkirkju og var æskulýðsfulltrúi við Akraneskirkju og Grafarvogskirkju 1999-2000.

Auk þess sinnti hún ýmsum störfum í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu með námi svo sem í Hjallakirkju og Seltjarnarneskirkju og sá um leikjanámskeið í Reykjavíkurprófastsdæmum og hafði umsjón með fermingarbarnanámskeiðum í Skálholti og Gautaborg.

Guðrún tók starfsnám í Gautaborgarstifti árin 2001-2003.

Hún var meðferðarfulltrúi í kvennaathvarfi í Gautaborg 2000-2001 og æskulýðsfulltrúi í Lunby söfnuði í Gautaborg.

Hún vígðist þann 11. janúar árið 2004 í Dómkirkjunni í Gautaborg og þjónaði í Näsets söfnuði 2004 – 2005 og í Lerums söfnuði árin 2005-2008.

Hún varð prestur í Grafarvogssöfnuði árið 2008 og hefur þjónað sem sóknarprestur í sama söfnuði frá árinu 2016.

Sr. Guðrún lauk framhaldsnámi í prédikunarfræðum frá The Lutheran School of Chicago árið 2016 og sat á kirkjuþingi í tvö kjörtímabil frá árinu 2014-2022.

Eiginmaður sr. Guðrúnar er Einar Örn Sveinbjörnsson og eiga þau tvær dætur og tvær dótturdætur.

Sr. Guðrún verður vígð í Hallgrímskirkju sunnudaginn 1. september.


slg

  • Kosningar

  • Prestar og djáknar

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Barokkbandið Brák

Aðventuhátíðir um allt land

29. nóv. 2024
...Bach á aðventunni í Hallgrímskirkju
Flokkarnir.jpg - mynd

Mikil jákvæðni í svörum flokkana við spurningum Þjóðkirkjunnar

28. nóv. 2024
Frambjóðendur í Alþingiskosningum svöruðu spurningum Þjóðkirkjunnar. Greina má töluverða jákvæðni gagnvart kirkjunni í svörum flokkana. Svör frambjóðenda eru hér birt í heild sinni.
Aðventukrans.jpg - mynd

Katrín Jakobsdóttir á aðventukvöldi

27. nóv. 2024
...í Bústaðakirkju