Borgarneskirkja friðlýst

10. maí 2024

Borgarneskirkja friðlýst

Í gær á uppstigningsrdegi var skrifað undir friðlýsingu Borgarneskirkju, sem brýtur blað í sögu kirkjunnar og Borgarbyggðar, en Borgarneskirkja er fyrsta byggingin í bænum sem friðuð er með þessum hætti.

Að sögn sr. Heiðrúar Helgu Bjarnadóttur Back sóknarprests á Borg „var fallegur og hátíðlegur dagur í Borgarneskirkju í gær.

Þá var einnig haldið upp á 65 ára vígsluafmæli kirkjunnar.

Sr. Anna Eiríksdóttir sóknarprestur í Stafholtsprestakalli predikaði og ég þjóðnaði fyrir altari“ segir sr. Heiðrún.

„ Kirkjukórinn, undir stjórn Jónínu Ernu organista flutti sálmana sem sungnir voru við vígslu kirkjunnar árið 1959.

Þetta voru sálmar sem við heyrum ekki oft í kirkjunni nú til dags en það var virkilega gaman að heyra þá.

Þannig gátum við kirkjugestir lyngt aftur augunum og ímyndað okkur andrúmsloftið og eftirvæntinguna sem ríkti á þessum hátíðlega degi fyrir 65 árum síðan.

Eftir hádegið skrifaði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson undir friðlýsinguna og flutti ávarp.

Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, fyrrum sóknarprestur á Borg og prófastur talaði um sögu kirkjunnar og safnaðarins.

Einnig heyrðum við erindi frá Pétri H. Ármannssyni og Birni Jóni Björnssyni um Halldór H. Jónsson, arkitekt kirkjunnar, og kirkjubygginguna, en þeir gáfu út bók um Halldór árið 2002.

Þetta var ákaflega fróðlegt og skemmtilegt allt saman og kirkjugestir höfðu gaman af“ segir sr. Heiðrún Helga.

„Undirritun ráðherra fór svo fram fyrir utan kirkjuna þar sem sólin skein og blankalogn var á kirkjuholti.

Svo var gengið til Safnahúss Borgarfjarðar, þar sem boðið var upp kaffiveitingar og myndasýningu, en þar voru myndir af kirkjunni úr ýmsum áttum.

Myndirnar verða þar til sýnis ti 30. maí“ sagði sr. Heiðrún Helga að lokum.


slg



Myndir með frétt

  • Fundur

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Fræðsla

Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir

Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir ráðin biskupsritari

18. maí 2024
...hefur störf með nýkjörnum biskupi Íslands
Háteigskirkja

Tíu sækja um Háteigsprestakall

17. maí 2024
...umsóknarfrestur rann út 14. maí