Minningarsteinn um Hallgrím Pétursson og Guðríði Símonardóttur verður settur upp í sumar

13. maí 2024

Minningarsteinn um Hallgrím Pétursson og Guðríði Símonardóttur verður settur upp í sumar

Sr. Kristján Valur ábúandi í Saurbæ-mynd hsh

Fyrsti aðalfundur Hollvinafélags Hallgrímskirkju í Saurbæ var haldinn 30. apríl síðastliðinn.

Skráðir félagar eru nú 80 talsins.

Formaður félagsins Birgir Þórarinsson flutti skýrslu stjórnar og gjaldkerinn Margrét Bóasdóttir gerði grein fyrir fjármálastöðunni.

Lög félagsins sem lögð voru fram á stofnfundi þann 27. október árið 2023 voru yfirfarin og samþykkt með nokkrum breytingum.

Að sögn Margrétar Bóasdóttur var fundurinn vel sóttur og var farið var yfir þau verkefni sem nú þegar er verið að vinna að, kynntir styrkir sem félagið hefur fengið og helstu verkefni sem framundan eru.

„Á fundinum kom fram að verið er að gera minningarstein um Hallgrím Pétursson og Guðríði Símonardóttur sem verður settur upp í sumar, en steinninn sem nú er á gröf Hallgríms verður fluttur inn í kirkjuna“ segir Margrét.

„Gert verður við altarismynd kirkjunnar sem skemmdist vegna raka og ný ljósahönnun kirkjunnar er komin á rekspöl.

Einnig kom fram að Hallgrímslind verður lagfærð og umhverfi hennar.

Hollvinafélagið kemur að hátíðardagskrá Hallgrímshátíðar í haust í tilefni af 350. ártíð Hallgríms Péturssonar 27. október.

Hallgrímsdagar á hausti sem haldnir hafa verið undanfarin tvö ár verða með fjölbreyttri menningardagskrá, hátíðarmessu 27. október á dánardegi skáldsins, messukaffi í Vatnaskógi og dagskrá í kirkjunni þar sem meðal annars verða frumflutt tvö kórverk við texta Hallgríms Péturssonar."

Stjórn félagsins var endurkjörin á fundinum, en þau eru Birgir Þórarinsson, sem áfram verður formaður, Margrét Stefánsdóttir, ritari, Margrét Bóasdóttir, gjaldkeri og meðstjórnendur eru Þráinn Haraldsson og Helga Viðarsdóttir.

Í varastjórn sitja Valdís Valgarðsdóttir, Sigurður Grétar Sigurðsson og Geir A. Guðsteinsson.

Þeim sem vilja ganga til liðs við Hollvinafélagið er bent á að senda tölvupóst á netfangið kvi@hi.is.

Myndirnar sem fylgja fréttinni tók sr. Hreinn S. Hákonarson.

slg



Myndir með frétt

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samstarf

  • Sjálfboðaliðar

  • Vígslubiskup

  • Kirkjustaðir

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar