Nýr prófastur tekur við

13. maí 2024

Nýr prófastur tekur við

Sr. Sigríður og sr. Gísli

Sr. Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur í Skagafjarðarprestakalli var sett inn í embætti prófasts í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi við hátíðlega athöfn í Hóladómkirkju í gær, sunnudaginn 12. maí 2024.

Sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum setti hana í embætti, en hún tekur við af sr. Döllu Þórðardóttur sem lét af störfum þann 1. desember síðast liðinn, en hún var sóknarprestur í Miklabæjarprestakalli og fyrst kvenna skipuð prófastur.

Sr. Gísli hefur gengt prófastsstörfum frá því að sr. Dalla lét af embætti.

Við athöfnina leiddi Kór Hóladómkirkju og Kirkjukór Sauðárkrókskirkju sönginn.

Organistar voru Jóhann Bjarnason, organisti Hóladómkirkju og Rögnvaldur Valbergsson, organisti Sauðárkrókskirkju.

Allir starfandi prestar prófastsdæmisins voru viðstaddir athöfnina, auk sr. Döllu fyrrum prófasti og sr. Jóns Ármanns Gíslasonar prófasts í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Eftir athöfnina bauð Hólanefnd í kirkjukaffi á Kaffi Hólum.

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við sr. Sigríði og spurði hana um það hvernig hún hefði upplifað daginn og hún sagði:

„Þetta var mjög hátíðlegur og ánægjulegur dagur í alla staði.

Í Hóladómkirkju er auðvelt að greina nið aldanna og hvernig við erum hluti af stærra samhengi.

Það eru forrréttindi að fá að vinna á þessum akri sem kirkjan er.

Það gladdi mig hversu vel var mætt til messunnar og gaman að allir prestarnir í prófastsdæminu gátu verið viðstaddir“

sagði sr. Sigríður.

Myndirnar tók Lúther Þorgeirsson.


slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Samstarf

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Úkraína

  • Vígslubiskup

  • Kirkjustaðir

Sr. Erla Björk Jónsdóttir

Vel mætt í bænastundir

30. jún. 2024
...í Dalvíkurkirkju
Sr. Guðrún kveður

Húsfyllir við kveðjumessuna

30. jún. 2024
...sr. Guðrún kveður Grafarvogssöfnuð