Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir ráðin biskupsritari

18. maí 2024

Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir ráðin biskupsritari

Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir

Sr. Eva Björk Valdimardóttir prestur í Fossvogsprestakalli hefur verið ráðin biskupsritari.

Hún tekur við starfinu um leið og sr. Guðrún Karls Helgudóttir nýkjörin biskup Íslands hefur störf.

Sr. Eva Björk er fædd og upp alin á Akureyri og er dóttir hjónana Soffíu Pálmadóttur og Valdimars Sigurgeirssonar.

Hún er gift Ólafi Elínarsyni sem leiðir samskiptamál hjá Carbfix.

Þau eiga tvö börn sem eru 16 og 20 ára.

Sr. Eva Björk hefur verið prestur í Fossvogsprestakalli, Bústaðakirkju og Grensáskirkju síðast liðin 5 ár.

Þar áður var hún héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og starfaði þá einnig með presti innflytjenda og flóttafólks.

Hún vígðist til þjónustu við Keflavíkurkirkju árið 2015.

Sr. Eva Björk er með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri.

Hún er með B.A. próf í sálfræði frá Háskóla Íslands og útskrifaðist frá Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands með Cand. theol. próf árið 2013.

Sr. Eva Björk hefur verið varaformaður Prestafélags Íslands, formaður Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar og hefur einnig setið á kirkjuþingi.

 

slg


  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Biskup

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar