Húsfyllir í Skálholtsdómkirkju

21. maí 2024

Húsfyllir í Skálholtsdómkirkju

Mikil hátíð var í Skálholti á annan í hvítasunnu.

Húsfyllir var og tónlistin var í hávegum höfð.

Tilefnið var að sr. Kristján Björnsson vígslubiskup vígði tvo presta og tvo djákna.

Prestsefnin voru:

Cand.theol. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir sem ráðin hefur verið prestur í Lágafellsprestakalli Í Kjalarnesprófastsdæmi og cand.theol. Steinunn Anna Baldvinsdóttir sem ráðin hefur verið prestur í Seljaprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

Þá vígði hann djáknakandidatinn Bergþóru Ragnarsdóttur sem ráðin hefur verið djákni í Skálholtsprestakalli og djáknakandidatinn Ívar Valbergsson sem ráðinn hefur verið djákni í Keflavíkurprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi.

Sr. Bryndís Malla Elídóttir prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra lýsti vígslu.

Vígsluvottar prestsefna voru sr. Hans Guðberg Alfreðsson prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi, sr. Arndís G. Bernharðsdóttir Linn sóknarprestur í Mosfellsprestakalli, sr. Erla Guðmundsdóttir sóknarprestur í Keflavíkurprestakalli, sr. Hólmgrímur Elís Bragason, sr. Halldóra Þorvarðardóttir prófastur í Suðurprófastsdæmi, sr. Bryndís Malla Elídóttir prófastur í Reykjavíkurprólfastsdæmi eystra, sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson sóknarprestur í Seljaprestakalli og sr. Sigurður Már Hannesson prestur í Seljaprestakalli.

Vígsluvottar djáknaefna voru sr. Halldóra Þorvarðardóttir prófastur í Suðurprófastsdæmi, sr. Fritz Már Jörgensen prestur í Keflavíkurprestakalli, Anna Elísabet Gestsdólttir djákni og svæðisstjóri æskulýðsmála í Reykjavíkur- og Kjalarnesprófastsdæmum, Þórey Dögg Jónsdóttir djákni og sr. Helga Kolbeinsdóttir prestur í Njarðvíkurprestakalli.

Sr. Axel Á. Njarðvík sóknarprestur í Skálholti og sr. Halldóra Þorvarðardóttir prófastur þjónuðu fyrir altari og vígslubiskupinn sr. Kristján Björnsson prédikaði.

Skálholtskórinn söng við athöfnina og organisti var Jón Bjarnason.

Jóhann Ingi Stefánsson og Vilhjálmur Ingi Sigurðsson léku á trompet.

Myndirnar sem fylgja fréttinni voru teknar þegar prests- og djáknaefnin voru að undirbúa inngöngu í kirkjuna.

Þá er mynd af inngöngunni í kirkju og þegar vígsluþegar og vígsluvottar stóðu við altarið.

Einnig má sjá húsfylli í kirkjunni.

 

slg





Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Vígslubiskup

  • Kirkjustaðir

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar