Tónskóli þjóðkirkjunnar starfar á þremur stöðum á landinu

22. maí 2024

Tónskóli þjóðkirkjunnar starfar á þremur stöðum á landinu

Fimmtudaginn 16. maí var Tónskóla þjóðkirkjunnar slitið við hátíðlega athöfn í húsakynnum skólans í Hjallakirkju í Kópavogi.

Í vetur stunduðu 20 nemendur nám við skólann, þar af einn á Akureyri og einn á Egilsstöðum.

Guðný Einarsdóttir, skólastjóri skólans fór yfir starf skólans í vetur en starfsárið hefur verið mjög viðburðarríkt.

Haldin voru nokkur mjög vel sótt námskeið í endurmenntunardeild skólans, nemendur tóku þátt í tónleikahaldi og teknar voru upp tvær útvarpsmessur sem nemendurnir sáu um tónlistarflutninginn í.

Við skólaslitin léku tveir nemendur skólans á orgel, þau Gréta Petrína Zimsen og Kristján Hrannar Pálsson sem bæði luku áfangaprófum í vor. 

Að því loknu hlýddu viðstaddir á söng Hrafnkels Karlssonar útskriftarnema.

Tveir nemendur luku prófi af námsbrautum skólans.

Það voru þeir Árni Heiðar Karlsson sem lauk kirkjuorganistaprófi og Hrafnkell Karlsson sem lauk prófi af kórstjórnar- og söngbraut.

Kristján Hrannar Pálsson lauk framhaldsprófi í orgelleik.

Að sögn Guðnýjar Einarsdóttur „eru spennandi tímar framundan í starfi skólans, en á skólaslitunum var sagt frá fyrirhugðum flutningum skólans í Fella- og Hólakirkju þar sem honum býðst betri aðstaða til kennslu og undir bókasafnið.

Jafnframt var sagt frá endurskoðun námskrár og námsframboðs við skólann sem í framtíðinni verður aðlagað enn betur að umhverfi almenns tónlistarnáms.“

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:

Laufey Helga Geirsdóttir, fulltrúi á skrifstofu og söngkennari, Guðný Einarsdóttir skólastjóri, Gréta Petrína Zimsen, biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir, Kristján Hrannar Pálsson, Hrafnkell Karlsson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir formaður kirkjutónlistarráðs.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • List og kirkja

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Tónskóli þjóðkirkjunnar

  • Biskup

Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju
Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir

Sr. Guðbjörg valin prófastur

08. apr. 2025
...í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
Sr. Lilja Kristín

Sr. Lilja Kristín ráðin

07. apr. 2025
...við Íslenska söfnuðinn í Noregi