Ívar Valbergsson ráðinn djákni við Keflavíkurkirkju

23. maí 2024

Ívar Valbergsson ráðinn djákni við Keflavíkurkirkju

Ívar Valbergsson djákni

Á annan í hvítasunnu fór fram prests- og djáknavígsla í Skálholtsdómkirkju.

Þar voru vígðir tveir djáknar og tveir prestar.

Djáknarnir voru vígðir til Keflavíkurkirkju í Kjalarnesprófastsdæmi og Skálholtsprestakalls í Suður prófastsdæmi.

Ívar Valbergsson var ráðinn til Keflavíkurkikrju.

Ívar er fæddur þann 13. maí árið 1963 og býr í Reykjanesbæ.

Hann er kvæntur Önnu Birgittu Geirfinnsdóttur endurskoðanda og eiga þau tvö börn, Finn Guðberg 20 ára og Guðbjörgu Sofie 16 ára.

Ívar hefur lokið djáknanámi og er nú í  MA námi í djáknafræðum í Háskóla Íslands.

Auk þess hefur hann stundað framhaldsnám í sálgæslu hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Hann er með kennsluréttindi frá Háskóla Íslands og er auk þess vélfræðingur frá Vélskóla Íslands.

Hann var vélfræðingur á frystitogara Samherja árin 1993-1998 og vélfræðingur á fragtskipi Samskipa árin 1989-1993.

Ívar segir að helstu áhugamál sín séu samvera með fjölskyldu og vinum.

“Ég hef einnig gaman af ferðalögum jafnt innanlands sem utan.

Önnur áhugamál eru til dæmis guðfræði, kennslufræði, heimspeki, listir, lestur góðra bóka, útivera, seglbátar, skíði, golf og ganga á fjöll.

Ég hef mikinn áhuga á mannúðarmálum.“

Ívar hefur starfað í sóknanefnd Keflavíkurkirkju frá því í apríl árið 2005.

Hann hefur tekið nokkur Alfa námskeið bæði sem nemandi og sem aðstoðamaður og Dale Carnegie námskeið bæði sem nemandi og sem aðstoðamaður.

 

slg



  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Sóknarnefndir

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Kirkjustaðir

Sr. Erla Björk Jónsdóttir

Vel mætt í bænastundir

30. jún. 2024
...í Dalvíkurkirkju
Sr. Guðrún kveður

Húsfyllir við kveðjumessuna

30. jún. 2024
...sr. Guðrún kveður Grafarvogssöfnuð