Sr. Steinunn Anna Baldvinsdóttir ráðin til Seljasóknar

24. maí 2024

Sr. Steinunn Anna Baldvinsdóttir ráðin til Seljasóknar

Sr. Steinunn Anna

Sr. Steinunn Anna Baldvinsdóttir hefur verið ráðin prestur við Seljasókn í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

Sr. Steinunn Anna er fædd árið 1991 og uppalin í Seljahverfi.

Hún er dóttir hjónanna Baldvins Bjarnasonar og Kristínar Jónu Grétarsdóttur.

Sr. Steinunn Anna er einstæð tveggja barna móðir og býr með börnum sínum , 9 ára og 1 árs í Seljhverfi.

Sr. Steinunn Anna er með stúdentspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík.

Árið 2015 lauk sr. Steinunn Anna B.A. gráðu með guðfræði sem aðalgrein og Tómstunda- og félagsmálafræði sem aukagrein.

Hún lauk hún B.A gráðu í guðfræði árið 2021 og mag. theol. gráðu í guðfræði árið 2024.

Sr. Steinunn Anna hefur frá árinu 2014 starfað sem kirkjuvörður og æskulýðsfulltrúi í Seljakirkju.


slg


  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Kirkjustaðir

Sendinefnd LH með páfa

Í páfagarði

24. jún. 2024
...viðtal við dr. Arnfríði Guðmundsdóttur varaforseta Lútherska heimssambandsins
Sr. Hildur Eir blessar börnin

Kærleikurinn hlustar eftir hjartslætti okkar

24. jún. 2024
... spyr okkur ekki um afrek heldur hlustar eftir hjartslætti okkar, gleði sorgum, vonum og þrám.
Sr. Kristín Þórunn og Torvald æfa tónið fyrir messuna

Sumarstarf kirkjunnar er afar fjölbreytt

24. jún. 2024
...skógarmessa í sumarblíðu