Eitt allra stærsta gripasafn sem til er

27. maí 2024

Eitt allra stærsta gripasafn sem til er

Út er komið annað bindi um fornleifarannsóknir í Skálholti.

Uppgröfturinn var unninn af Fornleifastofnun Íslands undir stjórn dr. Gavin Lucas og Mjallar Snæsdóttur á árunum 2002-2007.

Annað bindið sem nú er komið út í fallegu bandi er helgað rannsóknum á þeim fjölmörgu forngripum sem komu í ljós við uppgröftinn, en safnið samanstendur af um 10.000 gripum og er eitt allra stærsta gripasafn sem komið hefur í ljós við fornleifauppgröft hér á landi.

Myndir af öllum gripunum má sjá í bókinni.

Sem dæmi má nefna að hér er að finna byggingarefni, matarílát, klæði, listmuni, verkfæri og mynt.

Þetta er annað bindi í þriggja binda verki.

Fyrsta bindið var helgað byggingum og sögu staðarins og síðasta bindið mun fjalla um margvíslegar umhverfisrannsóknir á svæðinu, en ráðgert er að það komi út árið 2025.

Rannsóknin í Skálholti var styrkt af ýmsum sjóðum og stofnunum.

Efst á blaði þar eru Kristnihátíðarsjóður, Rannís, Alþingi, Fornminjasjóður, Háskóli Íslands og Þjóðkirkjan.


slg


  • Kirkjustaðir

  • Menning

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Útgáfa

  • Fræðsla

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju