Laust starf æskulýðsfulltrúa

29. maí 2024

Laust starf æskulýðsfulltrúa

Akureyrarkirkja

Sóknarnefnd Akureyrarkirkju auglýsir laust starf æskulýðsfulltrúa við kirkjuna.

Um er að ræða fullt starf og miðað er við að viðkomandi hefji störf þann 1. ágúst 2024.

Starfið skiptist þannig að gert er ráð fyrir að 70% af tíma starfsmanns falli í þágu safnaðarstarfs Akureyrarkirkju og 30% verði unnin í þágu Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastdæmis með það að markmiði að efla æskulýðsstarf á starfssvæðinu og auka samskipti og samgang milli æskulýðsfélaga.

Starfsmaðurinn mun einnig aðstoða við annað safnaðarstarf á svæðinu.

Prófastur getur fengið æskulýðsfulltrúann til aðstoðar við afmörkuð tilfallandi verkefni ef þörf er á.

Æskilegt er að starfsmaðurinn hafi guðfræði-, djákna-, eða uppeldisfræðilega menntun og reynslu af starfi meðal barna og unglinga.

Laun eru samkomulagsatriði.

Umsóknarfrestur er til 15. júní.

Nánari upplýsingar veitir sóknarprestur Akureyrarprestakalls sr. Hildur Eir Bolladóttir í síma 863-1504.

Auglýsinguna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.


slg



Myndir með frétt

  • Barnastarf

  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Samstarf

  • Sóknarnefndir

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Æskulýðsmál

Sr. Erla Björk Jónsdóttir

Vel mætt í bænastundir

30. jún. 2024
...í Dalvíkurkirkju
Sr. Guðrún kveður

Húsfyllir við kveðjumessuna

30. jún. 2024
...sr. Guðrún kveður Grafarvogssöfnuð