Fjölbreytt sumarstarf

30. maí 2024

Fjölbreytt sumarstarf

Garðakirkja á Álftanesi - mynd: hsh

Kirkjustarfið um allt land fer í annan gír yfir sumarið eins og fram hefur komið á kirkjan.is.

Víða voru síðustu fermingar um hvítasunnuna, þó enn sé fermt sums staðar á sjómannadaginn, sem er nú um helgina.

Í Kjalarnesprófastsdæmi er mikið samstarf milli presta og starfsfólks safnaðanna.

Prófastsdæmið hefur gefið út messuáætlun fyrir allt sumarið.

Sumarmessur í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós.

Sumarmessa verður nú á sunnudaginn þann 2. júní, sem er sjómannadagurinn, í Lágafellskirkju kl. 20:00.

Sr. Arndís Bernharðsdóttir Linn sóknarprestur í Mosfellsprestakalli þjónar í messunni.

Þann 9. júní kl. 20:00 er kvöldmessa í Brautarholtskirkju.

Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur í Reynivallaprestakalli þjónar.

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 11:00 er hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju með þátttöku skáta.

Sr. Henning Emil Magnússon prestur í Mosfellsprestakalli þjónar.

Þann 23. júní kl. 14:00 er helgistund við útialtarið við Esjuberg í samstarfi við sögufélagið Steina.

Sr. Henning Emil Magnússon prestur í Mosfellsprestakalli og sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur í Reynivallaprestakalli þjóna.

Þann 30. júní kl. 20:00 verður kvöldmessa í Lágafellskirkju.

Sr. Henning Emil Magnússon prestur í Mosfellsprestakalli þjónar.


Sumarmessur í Garðakirkju verða alla sunnudaga kl. 11:00.

Þann 2. júní sem er sjómannadagurinn er messa kl. 11:00 í Garðakirkju.

Sr. Matthildur Bjarnadóttir prestur í Garðaprestakalli þjónar.

Organisti er Jóhann Baldvinsson.

Messukaffi verður í hlöðunni þar sem við fáum að heyra sjómannalögin.

Þann 9. júní er messa kl. 11:00 í Garðakirkju

Sr. Bolli Pétur Bollason prestur Tjarnaprestakalli þjónar.

Organisti verður Jóhann Baldvinsson.

Messukaffi í hlöðunni.

Valdimar Tómasson skáld flytur ljóð.

Þann 16. júní er messa kl. 11:00 í Garðakirkju.

Benedikt Sigurðsson guðfræðinemi og sr. Matthildur Bjarnadóttir prestur í Garðaprestakalli þjóna.

Organisti verður Sveinn Arnar Sæmundsson.

Messukaffi í hlöðunni.

Guðmundur Pálmarsson kennir öndun til heilsueflingar.

Þann 23. júní er messa kl. 11:00 í Garðakirkju.

Sr. Jónína Ólafsdóttir sóknarprestur í Hafnarfjarðarprestakalli þjónar.

Organisti verður Kári Þormar.

Messukaffi í hlöðunni.

Jónatan Garðarson flytur erindið:

,,Kirkjan sem hvarf og birtist aftur.“

Þannn 30. júní er messa kl. 11:00 í Garðakirkju.

Sr. Aldís Rut Gísladóttir prestur í Hafnarfjarðarprestakalli þjónar.

Organisti verður Kári Þormar.

Messukaffi í hlöðunni.

Komið og dansið kenna línudans og sænskt buggi.

Sumarmessur á Suðurnesjum.

Þann 2. júní sem er sjómannadagurinn verða hátíðarguðsþjónustur á eftirtöldum stöðum.

Kl. 11:00 Bíósalur DUUShús.

Kl. 11:00 Útskálakirkja.

Kl. 13:00 Hvalsneskirkja.

Kl. 11:00 Vídalínskirkja fyrir Grindavíkurkirkju.

Þann 6. júní kl. 20:00 verður U2 messa í Sandgerðiskirkju.

U2 messan verður sungin af Kór Keflavíkurkirkju undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista.

Þann 9. júní kl. 20:00 verður göngumessa í Keflavíkurkirkju.

Helgi Valdimar Biering færir fólki fróðleik um gamlan reit Keflavíkur.

Arnór Vilbergsson organisti hvetur til söngs með ukulelespili.

Sr. Erla Guðmundsdóttir sóknarprestur í Keflavíkurprestakalli leiðir stundina.

Messukaffi verður á sólpalli sóknarprestsins.

Þann 17. júní, á þjóðhátíðardaginn, er hátíðarguðsþjónusta kl. 12:00.

Sr. Fritz Már Jörgensson prestur í Keflavíkurprestakalli þjónar við guðsþjónustuna ásamt Arnóri Vilbergssyni organista og Kór Keflavíkurkirkju.

Í beinu framhaldi er skrúðganga í Skrúðgarð þar sem hátíðardagskrá hefst kl. 13:00.

Þann 23. júní kl. 20:00 verður minningarmessa sr. Hallgríms Péturssonar í Hvalsneskirkju á vegum félags fyrrum þjónandi presta.

Þann 30. júní kl. 20:00 verður göngumessa frá Njarðvíkurkirkju.

Gengið verður frá kirkjunni í Innri-Njarðvík.

Kristján Jóhannsson leiðir sögugöngu ásamt sr. Helgu Kolbeinsdóttur presti í Njarðvíkurprestakalli og Rafni Hlíðkvist organista sem hefur gítar með í hönd.

Aulýsinguna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

 

slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Trúin

  • Kirkjustaðir

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju