Fjölbreytt sumarstarf

30. maí 2024

Fjölbreytt sumarstarf

Garðakirkja á Álftanesi - mynd: hsh

Kirkjustarfið um allt land fer í annan gír yfir sumarið eins og fram hefur komið á kirkjan.is.

Víða voru síðustu fermingar um hvítasunnuna, þó enn sé fermt sums staðar á sjómannadaginn, sem er nú um helgina.

Í Kjalarnesprófastsdæmi er mikið samstarf milli presta og starfsfólks safnaðanna.

Prófastsdæmið hefur gefið út messuáætlun fyrir allt sumarið.

Sumarmessur í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós.

Sumarmessa verður nú á sunnudaginn þann 2. júní, sem er sjómannadagurinn, í Lágafellskirkju kl. 20:00.

Sr. Arndís Bernharðsdóttir Linn sóknarprestur í Mosfellsprestakalli þjónar í messunni.

Þann 9. júní kl. 20:00 er kvöldmessa í Brautarholtskirkju.

Sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur í Reynivallaprestakalli þjónar.

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní kl. 11:00 er hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju með þátttöku skáta.

Sr. Henning Emil Magnússon prestur í Mosfellsprestakalli þjónar.

Þann 23. júní kl. 14:00 er helgistund við útialtarið við Esjuberg í samstarfi við sögufélagið Steina.

Sr. Henning Emil Magnússon prestur í Mosfellsprestakalli og sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur í Reynivallaprestakalli þjóna.

Þann 30. júní kl. 20:00 verður kvöldmessa í Lágafellskirkju.

Sr. Henning Emil Magnússon prestur í Mosfellsprestakalli þjónar.


Sumarmessur í Garðakirkju verða alla sunnudaga kl. 11:00.

Þann 2. júní sem er sjómannadagurinn er messa kl. 11:00 í Garðakirkju.

Sr. Matthildur Bjarnadóttir prestur í Garðaprestakalli þjónar.

Organisti er Jóhann Baldvinsson.

Messukaffi verður í hlöðunni þar sem við fáum að heyra sjómannalögin.

Þann 9. júní er messa kl. 11:00 í Garðakirkju

Sr. Bolli Pétur Bollason prestur Tjarnaprestakalli þjónar.

Organisti verður Jóhann Baldvinsson.

Messukaffi í hlöðunni.

Valdimar Tómasson skáld flytur ljóð.

Þann 16. júní er messa kl. 11:00 í Garðakirkju.

Benedikt Sigurðsson guðfræðinemi og sr. Matthildur Bjarnadóttir prestur í Garðaprestakalli þjóna.

Organisti verður Sveinn Arnar Sæmundsson.

Messukaffi í hlöðunni.

Guðmundur Pálmarsson kennir öndun til heilsueflingar.

Þann 23. júní er messa kl. 11:00 í Garðakirkju.

Sr. Jónína Ólafsdóttir sóknarprestur í Hafnarfjarðarprestakalli þjónar.

Organisti verður Kári Þormar.

Messukaffi í hlöðunni.

Jónatan Garðarson flytur erindið:

,,Kirkjan sem hvarf og birtist aftur.“

Þannn 30. júní er messa kl. 11:00 í Garðakirkju.

Sr. Aldís Rut Gísladóttir prestur í Hafnarfjarðarprestakalli þjónar.

Organisti verður Kári Þormar.

Messukaffi í hlöðunni.

Komið og dansið kenna línudans og sænskt buggi.

Sumarmessur á Suðurnesjum.

Þann 2. júní sem er sjómannadagurinn verða hátíðarguðsþjónustur á eftirtöldum stöðum.

Kl. 11:00 Bíósalur DUUShús.

Kl. 11:00 Útskálakirkja.

Kl. 13:00 Hvalsneskirkja.

Kl. 11:00 Vídalínskirkja fyrir Grindavíkurkirkju.

Þann 6. júní kl. 20:00 verður U2 messa í Sandgerðiskirkju.

U2 messan verður sungin af Kór Keflavíkurkirkju undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista.

Þann 9. júní kl. 20:00 verður göngumessa í Keflavíkurkirkju.

Helgi Valdimar Biering færir fólki fróðleik um gamlan reit Keflavíkur.

Arnór Vilbergsson organisti hvetur til söngs með ukulelespili.

Sr. Erla Guðmundsdóttir sóknarprestur í Keflavíkurprestakalli leiðir stundina.

Messukaffi verður á sólpalli sóknarprestsins.

Þann 17. júní, á þjóðhátíðardaginn, er hátíðarguðsþjónusta kl. 12:00.

Sr. Fritz Már Jörgensson prestur í Keflavíkurprestakalli þjónar við guðsþjónustuna ásamt Arnóri Vilbergssyni organista og Kór Keflavíkurkirkju.

Í beinu framhaldi er skrúðganga í Skrúðgarð þar sem hátíðardagskrá hefst kl. 13:00.

Þann 23. júní kl. 20:00 verður minningarmessa sr. Hallgríms Péturssonar í Hvalsneskirkju á vegum félags fyrrum þjónandi presta.

Þann 30. júní kl. 20:00 verður göngumessa frá Njarðvíkurkirkju.

Gengið verður frá kirkjunni í Innri-Njarðvík.

Kristján Jóhannsson leiðir sögugöngu ásamt sr. Helgu Kolbeinsdóttur presti í Njarðvíkurprestakalli og Rafni Hlíðkvist organista sem hefur gítar með í hönd.

Aulýsinguna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

 

slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Trúin

  • Kirkjustaðir

Sr. Erla Björk Jónsdóttir

Vel mætt í bænastundir

30. jún. 2024
...í Dalvíkurkirkju
Sr. Guðrún kveður

Húsfyllir við kveðjumessuna

30. jún. 2024
...sr. Guðrún kveður Grafarvogssöfnuð