Laust starf framkvæmdastjóra

31. maí 2024

Laust starf framkvæmdastjóra

Lágafellskirkja

Sóknarnefnd Lágafellssóknar auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra Lágafellssóknar.

Framkvæmdastjóri starfar í umboði sóknarnefndar Lágafellssóknar í samræmi við starfsreglur um söfnuði og sóknarnefndir nr.16/2021-2022, sbr. starfsreglur nr. 16/2022-2023.

Starfshlutfallið er 80% og er ráðning ótímabundin.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf ekki síðar en 1. ágúst n.k.

Í auglýsingu frá Lágafellssókn segir:

„Hjá Lágafellssókn starfar öflugt og samheldið teymi presta og starfsfólks auk sóknarnefndar.

Þar starfa þrír prestar, organisti, kirkjuvörður, æskulýðsfulltrúi og kórstjóri auk leiðtoga í æskulýðsstarfi.

Lágafellssókn er ört stækkandi sókn með umfangsmikla starfsemi.

Sóknin rekur öflugan styrktarsjóð sem hefur miðlæga stöðu fyrir fjárhagslegan stuðning í bæjarfélaginu.

Kirkjugarðar í Mosfellsbæ eru þrír og sér Lágafellssókn um rekstur þeirra allra.“

 

Helstu verkefni og ábyrgð framkvæmdastjóra eru:

Að bera ábyrgð á rekstri sóknarinnar.

Gerð fjárhagsáætlana í samráði við sóknarnefnd og sóknarprest.

Innheimta reikninga.

Greiðsla reikninga.

Launagreiðslur.

Framkvæmdastjóri upplýsir sóknarnefnd og starfsfólk um framvindu rekstrar í samræmi við áætlanir og hefur eftirlit með bókhaldi og afstemmingum.

Auk þess ber hann ábyrgð á mannauðsmálum starfsfólks sóknarinnar.

Ráðningar eru unnar í samráði við sóknarnefnd og sóknarprest.

Framkvæmdastjóri hefur umsjón með kirkjugörðum og fasteignum sóknarinnar og húsfélagi í Þverholti.

Auk þess situr hann sóknarnefndarfundi og ritar fundargerðir.

 

Hæfniskröfur eru eftirfarandi:

Viðeigandi háskólamenntun sem nýtist í starfi.

Reynsla og þekking af reikningshaldi og áætlanagerð.

Stjórnunarreynsla.

Leiðtogahæfni og metnaður til að ná árangri í starfi.

Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.

Frumkvæði og áræðni.

Skipulagshæfni.

Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.

Góð íslensku- og enskukunnátta.

Vilji til að helga sig sýn og gildum Þjóðkirkjunnar.

 

Frekari upplýsingar um starfið:

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Visku á almennum markaði.

Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Starfshlutfall er 80% en getur kallað á sveigjanlegan vinnutíma.

Umsóknarfrestur er til og með 15. júní 2024.

Hægt er að sækja um starfið hér.

Nánari upplýsingar veitir Ólína Kristín Margeirsdóttir, formaður sóknarnefndar í síma 898-1795 eða í tölvupósti formadur@lagafellskirkja.is.

 

slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Samstarf

  • Sóknarnefndir

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Auglýsing

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar