Handverki kvenna fagnað

7. júní 2024

Handverki kvenna fagnað

Egilsstaðakirkja

Í ár fagnar Egilsstaðakirkja 50 ára afmæli, en kirkjan var vígð þann 16. júní árið 1974.

Margvísleg dagskrá verður í boði af þessu tilefni og er hápunktur hennar hátíðarguðsþjónusta sunnudaginn 16. júní kl. 14:00, þar sem biskup Íslands, prestar kirkjunnar, núverandi og fyrrverandi þjóna ásamt fjölda sjálfboðaliða og tónlistarfólks.

Sýningin „Sæl eru þau sem búa í húsi þínu“ verður opnuð í Sláturhúsinu, Menningarhúsi, á morgun laugardaginn 8. júní kl 13:00.

Sýndir verða munir og myndir úr einkaeigu eða hafa verið gefnir Egilsstaðakirkju, og tengjast stóru stundunum í lífi fólks í gleði og sorg.

Sýningin verður opin á opnunartímum Sláturhússins frá þriðjudegi til föstudags kl. 11:00-16:00 og á laugardögum kl. 13:00-16:00.

Fjöldi sjálfboðaliða og kirkjufólks hefur leitt og komið að undirbúningi og skipulagi sýningarinnar.

Í henni er áhersla lögð á persónulega tengingu við kirkjulegar athafnir á stóru lífsstundunum og má meðal annars nefna heimagerða skírnarkjóla, fermingarföt, brúðkaupsföt og umbúnað um líkkistur.

Að sögn sr. Kristínar Þórunnar Tómasdóttur, prests í Egilsstaðaprestakalli þá er „þessi sýning ekki síst hugsuð til að lyfta upp mikilvægi sóknarkirkjunnar á stóru stundum lífsins og framlaginu til þeirra sem er kannski ekki lyft upp öllu jafna.

Af þessu tilefni fögnum við ekki síst handverki kvenna sem í hógværð og lítillæti hafa saumað, prjónað, bakað, straujað, skreytt og elskað og þannig skapað umgjörð sem rammar inn upplifanir og minningar.

Út árið eru síðan áformaðir frekari afmælisfagnaðir og má þar nefna barnahátíð í haustbyrjun, afmælistónleika með listafólki af Héraði og málþing um Austurlandsskáldin á sautjándu öld.“

 

slg


  • Fræðsla

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Viðburður

  • Biskup

IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.
Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
image0.jpg - mynd

Hilda María ráðin

10. okt. 2025
Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.