Síðasta vísitasía biskups Íslands

7. júní 2024

Síðasta vísitasía biskups Íslands

Biskup Íslands í predikunarstól Hólskirkju

Síðasta vísitasíumessa biskups Íslands fór fram á sjómannadaginn í Hólskirkju í Bolungarvík.

Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir er fyrrverandi sóknarprestur í Bolungarvíkurprestakalli og kvaddi hún söfnuð sinn á sjómannadegi árið 2012 þegar hún tók við embætti biskups Íslands.

Kirkjan var þétt setin nú á sunnudaginn þegar biskup prédikaði og blessaði söfnuðinn.

Sr. Fjölnir Ásbjörnsson þjónaði fyrir altari en hann þjónar nú sem prestur í Bolungarvík, sem tilheyrir nú Ísafjarðarprestakalli.

Karlmenn mynduðu kórinn eins og ávallt þennan dag og sungu þeir einnig í kirkjugarðinum þegar kransar voru settir á minnismerki um drukknaða og horfna.

Hjónin Kristján L. Möller og eiginkona hans Oddný Jóhannsdóttir afhentu kirkjunni gjöf að upphæð kr. 2,5 milljónir en það var að mestu ágóði af sölu jólaóróa með mynd af Hólskirkju og nágrenni hennar sem þau gáfu út.

Formaður sóknarnefndar Einar Jónatansson þakkaði þessa veglegu gjöf.

Daginn eftir fundaði biskup með presti og fulltrúum sóknarnefndar.

Frú Agnes segir að „fyrir 100 ára afmæli kirkjunnar árið 2008 hafi verið farið í miklar endurbætur á kirkjunni.

Nýlega komu nýir bekkir á loft kirkjunnar og nýtt pípuorgel var keypt í kirkjuna fyrir gjafafé fyrir nokkrum árum.

Það er smíð Björgvins Tómassonar og er hinn veglegasti gripur og hljómfagur.“

Bolungarvíkurprestakall varð sjálfstætt prestakall árið 1925, en þangað til lengst af þjónað frá Ísafirði.

Fyrir nokkrum árum var öll Ísafjarðarsýsla sameinuð í nýtt prestakall, Ísafjarðarprestakall.

Með nýjum lögum um þjóðkirkjunar árið 2021 var búsetuskylda presta lögð af og nú býr enginn prestur í Bolungarvík sem stendur.

Biskup Íslands þakkaði öllum þeim sem koma að kirkjustarfi í Bolungarvík, presti, sóknarnefnd, organista og kór, meðhjálpara og ræstitæknum, þeim sem taka grafirnar og sjá til þess að öllu leyti að kirkjustarf og athafnir gangi vel fyrir sig.

 

Meðfylgjandi myndir tók Einar Kristinn Guðfinnsson.

 

slg



Myndir með frétt

  • Heimsókn

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Sóknarnefndir

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Viðburður

  • Biskup

Sr. Erla Björk Jónsdóttir

Vel mætt í bænastundir

30. jún. 2024
...í Dalvíkurkirkju
Sr. Guðrún kveður

Húsfyllir við kveðjumessuna

30. jún. 2024
...sr. Guðrún kveður Grafarvogssöfnuð