Gönguguðsþjónustur í Breiðholti

10. júní 2024

Gönguguðsþjónustur í Breiðholti

Eins og fram hefur komið á kirkjan.is er sumarstarf kirkjunnar í fullum gangi og er með þó nokkuð breyttu sniði frá vetrarstarfinu.

Í Breiðholti hafa göngumessur milli kirkna verið vinsælar undanfarin ár.

Gönguguðsþjónusturnar í Breiðholti eru orðnar að áralangri hefð á sumrin og er gengið á milli kirknanna þriggja í Breiðholtinu, Breiðholtskirkju, Seljakirkju og Fella- og Hólakirkju.
Þetta eru góðar og uppbyggilegar stundir og oft vel sóttar.

Í gær sunnudaginn 9. júní var fyrsta göngumessa sumarsins hjá söfnuðunum í Breiðholti.

Þá var gengið frá Fella- og Hólakirkju til guðsþjónustu í Breiðholtskirkju kl. 11:00.

Þau sem ekki treystu sér í gönguna komu beint í guðsþjónustuna.

Sr. Pétur Ragnhildarson þjónaði fyrir altari og prédikaði.

Að sögn sr. Péturs var það gleðisveitin sívinsæla með Perlu Magnúsdóttur í forsvari, sem leiddi safnaðarsönginn og flutti tónlistaratriði.

“Gleðisveitin er kirkjugestum í Fella- og Hólakirkju og Breiðholtskirkju vel kunnug enda skemmtir sveitin reglulega í eldri borgarastarfinu í báðum kirkjum og tekst alltaf að smita frá sér gleði og vekja mikla lukku.

Eftir stundina var boðið upp á messukaffi“ segir sr. Pétur.

 

Dagskráin framundan er á þessa leið:

Sunnudaginn 16. júní er gengið frá Breiðholtskirkju að Seljakirkju.

Sunnudaginn 23. júní er gengið frá Seljakirkju að Fella- og Hólakirkju.

Sunnudginn 30. júní er gengið frá Breiðholtskirkju að Seljakirkju.

Sunnudaginn 7. júlí er gengið frá Seljakirkju að Fella- og Hólakirkju.

Lagt er af stað frá kirkjunum kl. 10:00 alla þessa sunnudaga, en messurnar hefjast kl. 11:00.

 

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Kirkjustaðir

Sendinefnd LH með páfa

Í páfagarði

24. jún. 2024
...viðtal við dr. Arnfríði Guðmundsdóttur varaforseta Lútherska heimssambandsins
Sr. Hildur Eir blessar börnin

Kærleikurinn hlustar eftir hjartslætti okkar

24. jún. 2024
... spyr okkur ekki um afrek heldur hlustar eftir hjartslætti okkar, gleði sorgum, vonum og þrám.
Sr. Kristín Þórunn og Torvald æfa tónið fyrir messuna

Sumarstarf kirkjunnar er afar fjölbreytt

24. jún. 2024
...skógarmessa í sumarblíðu