Andlát

13. júní 2024

Andlát

Sr. Lárus Guðmundsson

Sr. Lárus Þorvaldur Guðmundsson fyrrum prófastur og sendiráðsprestur er látinn 91 árs að aldri.

Sr. Lárus fæddist á Ísafirði þann 16. maí árið 1933.

Foreldrar hans voru Guðmundur Guðni Kristjánsson, barnakennari og síðar skrifstofustjóri og Lára Ingibjörg Magnúsdóttir húsfreyja.

Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 17. júní árið 1954 og útskrifaðist með cand. theol. próf frá Háskóla Íslands í október árið 1963.

Hann tók framhaldsnám í guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla veturinn 1988-1989.

Á námsárunum starfaði hann sem framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins.

Sr. Lárus var vígður til prests í Skálholti árið 1963 og settur sóknarprestur í Holtsprestakalli í Önundarfirði 21. október sama ár og vígður 27. október.

Hann var skipaður sóknarprestur frá 1. nóvember 1969.

Hann var skipaður prófastur í Ísafjarðarprófastsdæmi árið 1978 og var kirkjuþingsmaður 1978-1989.

Sr. Lárus var virkur þátttakandi í samfélaginu á Vestfjörðum.

Hann starfaði ötullega að æskulýðsmálum, stofnsetti og rak sumarbúðir ásamt öðrum, á Núpi í Dýrafirði og lengst í Holti í Önundarfirði.

Náttúrverndarmál voru honum hugleikin og átti hann stóran þátt gerð Náttúruminjaskrár Vestfjarða.

Lárus átti sér mörg áhugamál, hann var með einkaflugmannspróf og átti bæði flugvél og bát.

Hann notaði hvort tveggja í embættisstörfum sínum fyrir vestan.

Árið 1989 var sr. Lárus ráðinn sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn og var jafnframt umsjónarmaður í Húsi Jóns Sigurðssonar.

Sr. Lárus var sæmdur Dannebrogsorðunni af Margréti Danadrottingu fyrir störf sín fyrir Íslendinga í Danmörku.

Eiginkona sr. Lárusar var Sigurveig Georgsdóttir, heilsugæslu- og skurðhjúkrunarfræðingur, sem var fædd 31. júlí árið 1930.

Hún lést árið 2018.

Sr. Lárus og Sigurveig eignuðust þrjú börn, Georg Kristinn, Ragnheiði og Özur.

Barnabörnin eru átta og barnabarnabörnin fimm.

Útför Lárusar fer fram í Digraneskirkju í Kópavogi föstudaginn 28. júní kl. 13:00.


slg


  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Andlát

Sr. Sigfús Jón Árnason

Andlát

29. jún. 2024
...sr. Sigfús Jón Árnason látinn
Biskup og fylgdarlið við hraunjaðarinn

Merkilegt hvað fólk heldur mikilli ró, styrk og bjartsýni

28. jún. 2024
...segir biskup Íslands um ferð sína til Grindavíkur
Sr. Sally Azar

Góður gestur frá landinu helga

28. jún. 2024
...á kirkjudögunum