Biblían á að vera aðgengileg öllum á sínu eigin hjartamáli

14. júní 2024

Biblían á að vera aðgengileg öllum á sínu eigin hjartamáli

Fulltrúar Biblíufélaganna

Framkvæmdastjórar Biblíufélaga á Norðurlöndum og við Eystrasalt funduðu í Reykjavík 11.-12. júní.

Auk framkvæmdastjóranna var George Sochos frá Sameinuðu biblíufélögunum á fundinum og kynnti vinnu við stefnumörkun Sameinuðu biblíufélaganna til næstu þriggja til fimm ára.

Þá var á fundinum rætt um nýjar Biblíuþýðingar á alþýðumáli, útgáfu á Biblíuritum á táknmáli, stöðu starfseminnar í þátttökulöndunum ásamt styrkleikum og tækifærum til framtíðar.

Starf Biblíufélaganna á Norðurlöndum og við Eystrasalt miðar allt að því að gera Biblíuna aðgengilega öllum á sínu eigin hjartamáli.

Biblíufélögin eru aðilar að Sameinuðu biblíufélögunum sem eru samstarfsvettvangur um 150 Biblíufélaga sem starfa í yfir 220 löndum og sjálfsstjórnarsvæðum.

Hvert Biblíufélag starfar sjálfstætt á sínu starfssvæði en nýtur góðs af þekkingu og reynslu annarra Biblíufélaga.

Þannig hefur Hið íslenska biblíufélag fengið ráðgjöf á ýmsum sviðum frá félögunum á Norðurlöndum og við Eystrasalt, m.a. í tengslum við prentun, vefþróun, hljóðbókardreifingu og fjársafnanir svo dæmi sé tekið.

Að öðru jöfnu funda framkvæmdastjórar Biblíufélaga á Norðurlöndum og við Eystrasalt árlega og verður næsti fundur í Vilnius í Litáen um miðjan júní 2025.


Mynd sem fylgir fréttinni er af fundarfólki, sem var boðið í móttöku og kvöldverð með stjórn Hins íslenska biblíufélags í Biskupsgarði þriðjudagskvöldið 11. júní og nutu þar góðs samfélags.

slg


  • Biskup

  • Fundur

  • Guðfræði

  • Heimsókn

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju