Tvö laus herbergi á Löngumýri

19. júní 2024

Tvö laus herbergi á Löngumýri

Vegna forfalla eru laus tvö tveggja manna herbergi í næsta hóp á Löngumýri, 23. – 28. júní.

Langamýri er fræðslusetur þjóðkirkjunnar.

Það stendur á flatanum neðan við Varmahlíð í Skagafirði.

Þar var áður húsmæðraskóli.

Húsnæðið hentar mjög vel fyrir starfsemi eins og orlofsbúðir fyrir eldra fólk enda er nánast allt á sömu hæð.

Fáein þrep eru niður í setustofuna og tvö herbergjanna eru á efri hæð en annars er allt á einu og sama gólfinu.

Gist er í eins og tveggja manna herbergjum, eitt þriggja manna herbergi er á staðnum.

Salerni eru sameiginleg en eru mjög mörg og nálægt hverju herbergi.

Í rúmgóðum matsalnum er borðað fimm sinnum á dag og í eldhúsinu starfar dásamlegt starfsfólk úr héraðinu.

Innangengt er í kapellu og þar er boðið upp á stundir kvölds og morgna.

Gist er í uppbúnum rúmum og handklæði fylgja.

Sundlaug og heitur pottur eru á staðnum.

Boðið er upp á gönguferð á hverjum degi, einnig létta stólaleikfimi.

Einn daginn er farið í menningarferð um héraðið.

Kvöldvökur, söngur og gleði eru daglegt brauð, svo er oft boðið upp á spil, bingó, púsluspil og aðra skemmtun.

Allar upplýsingar fást í síma 567 4810 milli klukkan 9 og 13.

Reglulega eru settar inn myndir og frásagnir af hverri dvöl á Facebook síðunni: Orlofsbúðir eldri borgara á Löngumýri í Skagafirði  og skráning á www.eystra.is

 

slg


  • Fræðsla

  • Heimsókn

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustarf

  • Öldrunarþjónusta

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Eldri borgarar

Sr. Sigfús Jón Árnason

Andlát

29. jún. 2024
...sr. Sigfús Jón Árnason látinn
Biskup og fylgdarlið við hraunjaðarinn

Merkilegt hvað fólk heldur mikilli ró, styrk og bjartsýni

28. jún. 2024
...segir biskup Íslands um ferð sína til Grindavíkur
Sr. Sally Azar

Góður gestur frá landinu helga

28. jún. 2024
...á kirkjudögunum