Stjórn Lútherska Heimssambandsins ályktar

20. júní 2024

Stjórn Lútherska Heimssambandsins ályktar

Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir varaforseti LWF

Ný stjórn Lútherska Heimssambandsins kom til síns fyrsta fundar í Genf í síðaustu viku.

Fundinn sátu fyrir hönd þjóðkirkjunnar dr. Arnfríður Guðmundsdóttir varaforseti sambandsins og Magnea Sverrisdóttir djákni, verkefnastjóri samkirkjumála á Biskupsstofu og ráðgjafi hjá Lútherska heimssambandinu.

Á fundinum var samþykkt ný stefna, guðfræðileg málefni til að skoða og íhuga og ályktanir um samfélagsleg og samkirkjuleg efni.

Auk þess var samþykkt ein meðlimakirkja inn í Lútherska heimssambandið.



Ný stefna

Stjórn Lútherska Heimssambandsins samþykkti samhljóða nýja stefnu fyrir árin 2025-2031 sem ber titilinn:

Við eigum sömu von.

Stefnan er byggð á áskorunum sem samþykktar voru á Heimsþinginu í Krakáw síðast liðið haust.

Hún var skrifuð á nokkrum mánuðum af ráðgjöfum, kirkjuleiðtogum og starfsfólki Lútherska Heimssambandsins í Genf.

Stjórnin samþykkti einnig framkvæmdaáætlun og fjárhagsáætlun fyrir næsta ár í starfi heimssambandsins.



Lúthersk Orthodox yfirlýsing um Níkeujátninguna.

Stjórnin fékk til umsagnar tvær yfirlýsingar frá Lúthersku Orthodox nefndinni:

um heilagan anda og um guðfræðiorðið filioque (sem er orð sem vestræn kirkja bætti við Nikeujátninguna).

Nefndin nálgaðist viðfangsefnið með því að komast að því að vera sammála um að vera ósammála.

Útkomuna er að finna hér.

 

Almennar samþykktir

Fimm samþykktir voru afgreiddar á stjórnarfundinum:

um trúfrelsi;

um réttlæti og frið á ófriðartímum í heiminum;

um stríðið í Úkraínu;

um átökin á Gaza, landtökur í Palestínu og Ísrael;

og um skýra þátttöku í ábyrgri stjórnun.

Samþykktirnar má finna á heimasíðu LWF.

 

Rannsóknarhópar

Stjórnin kom á fót tveimur rannsóknarhópum:

Um guðfræði krossins í samhengi 21. aldarinnar og um frið og sáttargjörð í samhengi átaka og stríðs.

Stjórnin samþykkti einnig að koma á verkferlum til að undirbúa gagnkvæma ábyrgð meðlimakirknanna til að þróa stefnur á þeim tveimur sviðum sem Heimsþingið lagði áherslu á, en þau voru réttlæti meðal allra kynslóða og loftslagsréttlæti.

Stjórnin bauð evangelisku lúthersku kirkjuna í Rússlandi velkomna sem meðlimakirkju í Lútherska Heimssambandinu.

 

Myndin sýnir dr. Arnfríði Guðmundsdóttir predika í messunni síðast liðinn sunnudag.

 

slg








  • Ályktun

  • Erlend frétt

  • Fræðsla

  • Fundur

  • Guðfræði

  • Kirkjustarf

  • Leikmenn

  • Lútherska heimssambandið

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar