Hundraðasta skírnin í Alþjóðlega söfnuðinum

21. júní 2024

Hundraðasta skírnin í Alþjóðlega söfnuðinum

Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir skírir í Alþjóðlega söfnuðinum

Þann 11. júní síðast liðinn voru tveir þátttakendur í Alþjóðlega söfnuðinum skírðir og með þeim náði fjöldi fólks sem hafði verið skírt í Alþjóðlega söfnuðinum í 100 manns.

Seekers bænahópurinn, sem þróast hefur í Alþjóðlega söfnuðinn, varð til í apríl árið 2015 í Laugarneskirkju.

Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, og sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, þáverandi sóknarprestur Laugarneskirkju og núverandi prestur í Egilsstaðaprestakalli önnuðust hópinn.

Í byrjun starfsins mættu aðeins um 5-6 manns, en eftir nokkra mánuði sóttu um 10-12 manns bænastundirnar reglulega.

"Í ágúst sama ár komst maður frá Kúrdistan til trúar í guðsþjónustu í Laugarneskirkju og var það fyrsta skírnin í Seekers bænahópnum eða Alþjóðlega söfnuðinum.

Seekers var hópur umsækjenda um alþjóðlega vernd.

Nokkrir voru kristnir upphaflega en aðrir ekki.

Með tímanum byrjuðu sumir þátttakendur að vilja læra meira um kristni.

Því bauð ég þeim skírnarfræðslu," segir sr. Toshiki Tomsa um þessa sögu og heldur áfram:

"Vegna sérstakrar stöðu fólksins, þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd eru, bjó ég til frekar stutt námskeið fyrir skírn sem tekur á helstu mikilvægu punktum í kristni.

Skírnarfræðslan tekur sex vikur og grunnskilyrði fyrir skírn eru í fyrsta lagi að sækja helgihald reglulega og í öðru lagi að klára fræðsluna."

Toshiki bendir einnig á að „þó maður sé skírður þýði það ekki beinlínis að maður verði skráður í þjóðkirkjuna, þegar maður er ekki með kennitölu, sem er algengt hjá Seekers hópnum.

Auk þess, ef umsókn manns er hafnað, þarf viðkomandi að yfirgefa landið fyrr eða síðar.

Um þriðjungur fólks sem varð að hinum nýju kristnu hjá Seekers bænahópnum eða Alþjóðlega söfnuðinum er því miður ekki lengur á landinu í dag.

En mér finnst samt að það sé gott mál að fólk kynnist kirkju og mæti Kristi á þeim erfiðum dögum sem umsækjendur um alþjóðlega vernd upplifa.

Það gæti verið mikilvægasta uppákoma í lífi viðkomandi þegar viðkomandi horfir til baka í framtíðinni.

Og ég óska þess innilega," segir sr. Toshiki.

Seekers bænahópurinn hefur séð um helgihald í ýmsum söfnuðum eins og Laugarneskirkju, Hjallakirkju, Háteigskirkju, Keflavíkurkirkju, Innri-Njarðvíkurkirkju og Breiðholtskirkju.

Eftir árið 2018 skipti hópurinn um nafn í Alþjóðlega söfnuðinn og starfsemi hans fer nú að mestu fram í Breiðholtskirkju.

Þátttakendur í messu Alþjóðlega safnaðarins eru ekki lengur eingöngu flóttafólk heldur einnig fólk sem hefur fengið dvalarleyfi, innflytjendur og Íslendingar.

Fólk án kennitölu er tæplega helmingurinn.

Hundraðasta skírnarbarnið var einmitt útlendingur með kennitölu en skírnin fór fram í Fella- og Hólakirkju þar sem Breiðholtskirkja var upptekin fyrir viðburð á Listahátíð.

"Kirkjan á að vera svipmynd Guðs ríkisins og því held ég að alls konar fólk eigi að vera saman í messu, frekar en að Íslendingar, útlendingar, flóttafólk, fólk með fötlun eða LGBT einstaklingar og svo framvegis komi í helgihald á aðskilinn hátt sem sérhópar.

Við stefnum að þess konar einingu.

Nú eru 20% íbúa á Íslandi af erlendu bergi brotin.

Mig langar að sjá miklu fleiri útlendinga í hverjum söfnuði þjóðkirkjunnar og Alþjóðlegi söfnuðurinn er einmitt vettvangur til að stefna að því að þjóðkirkjan nái til slíkrar svipmyndar Guðs ríkisins" segir Toshiki Toma að lokum.

 

slg



Myndir með frétt

  • Biblían

  • Flóttafólk

  • Fræðsla

  • Hjálparstarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skírn

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Alþjóðastarf

Sr. Sigfús Jón Árnason

Andlát

29. jún. 2024
...sr. Sigfús Jón Árnason látinn
Biskup og fylgdarlið við hraunjaðarinn

Merkilegt hvað fólk heldur mikilli ró, styrk og bjartsýni

28. jún. 2024
...segir biskup Íslands um ferð sína til Grindavíkur
Sr. Sally Azar

Góður gestur frá landinu helga

28. jún. 2024
...á kirkjudögunum