Kærleikurinn hlustar eftir hjartslætti okkar

24. júní 2024

Kærleikurinn hlustar eftir hjartslætti okkar

Sr. Hildur Eir blessar börnin

Í frétt sem birtist á akureyri.net  fyrir helgi var sagt frá ungbarnamessu í Akureyrarkirkju sem haldin var í gær þann 23. júní klukkan. 11:00.

Þar var vitnað í tilkynningu frá Akureyrarkirkju þar sem segir.

„Í ungbarnamessu bjóðum við foreldrum með börn á fyrsta og öðru ári til gæðastundar í Akureyrarkirkju þar sem sr. Hildur Eir veitir létta fræðslu um skírnina, hvað hún er og merkir í lífi barnsins.

Sigrún Magna býður upp í Krílasálmastund með börnum og foreldrum þar sem litlu börnin eru leidd inn í ævintýraheima tónlistarinnar.

Í lok stundarinnar fer fram skírnarblessun þar sem foreldrar bera börn sín upp að altarinu og þau minnt á fyrirheiti skírnarinnar.

Yndisstund í kirkjunni fyrir ungbörn og foreldra.“

Fréttaritari kirkjan.is hafði samband við sr. Hildi Eir Bolladóttur sóknarprest í Akureyrarkirkju og bað hana um að segja sér frá því hvernig hafi gengið í messunni.

Sr. Hildur Eir segir:

„Stundin var yndisleg.

Hún var blanda af Krílasálmastund og skírnarfræðslu og kórmeðlimir tóku þátt í því að skapa gleði og leik í kringum ungviðið með sápukúlublæstri og dansi.

Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organisti hefur kennt krílasálma undanfarin fimmtán ár og býr að mikilli reynslu og þekkingu á skynjun barna á hljóðum og tónum.

Í lok stundarinnar gengu foreldrar fram með börnin og þáðu skírnarblessun og það gerðu líka fullorðnir kirkjugestir sem mættu án barna en nutu þess engu að síður að sitja messuna.

Öll erum við börn Guðs og njótum þess að vera minnt á hinn stóra og máttuga kærleika í lífi okkar.

Kærleikurinn spyr okkur ekki um afrek heldur hlustar eftir hjartslætti okkar, gleði sorgum, vonum og þrám“

segir sr. Hildur Eir að lokum.

 

slg


  • Fræðsla

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Nýjung

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Trúin

  • Barnastarf

logo.png - mynd

Kirkjan.is á nýju ári

03. jan. 2025
...pistill frá samskiptastjóra kirkjunnar
Mikill fjöldi var í Vatnaskógi

Öflugt æskulýðsstarf á höfuðborgarsvæðinu

03. jan. 2025
...stórmót ÆSKH í Vatnaskógi
Hótel Kríunes við Elliðavatn

Kyrrðardagar á Kríunesi

02. jan. 2025
...á vegum Kyrrðarbænasamtakanna