Sumarstarf kirkjunnar er afar fjölbreytt

24. júní 2024

Sumarstarf kirkjunnar er afar fjölbreytt

Sr. Kristín Þórunn og Torvald æfa tónið fyrir messuna

Sumarstarf kirkjunnar er með afar fjölbreyttu haldi um allt land eins og áður hefur verið sagt frá á kirkjan.is.

Það er til dæmis árleg sumarhefð að halda útimessu í Selskógi við Egilsstaði og nota til þess ágæta aðstöðu sem hefur verið komið upp inni í skóginum.

Að sögn sr. Kristínar Þórunnar Tómasdóttur prests í Egilsstaðaprestakalli féll messan í ár á helgina sem Stóri skógardagurinn var haldinn, og hélst hún því í hendur við glæsilega dagskrá í Hallormsstaðaskógi daginn á undan.

"Enda er Héraðið ekki síst þekkt fyrir ást sína á skógrækt og trjágróðri, hina grænu sköpun“ segir sr. Kristín Þórunn og bætir við:

„Inni í Selskógi hefur verið komið upp litlu útileikhúsi með sviði og bekkjum og þar fór messan fram.

Ekkert annað hljóðfæri fellur betur að útisöng en harmónikkan og það var Torvald Gjerde sem þandi hana undir safnaðarsöng.“

Sr. Kristín Þórunn leiddi helgihaldið og naut við það aðstoðar Guðrúnar Maríu Þórðardóttur og Kristófers Hilmars Brynjólfssonar meðhjálpara.

“Einstök sumarblíða lék um söfnuðinn enda „dillar Drottinn sínum" eins og einhvern tímann var sagt“ segir sr. Kristín Þórunn, brosir kankvís og bætir við:

„Eftir skógarmessuna var haft á orði að það væri einbúið að nota þessa fínu aðstöðu miklu betur undir helgihald safnaðarins og auðvitað var tekin sú ákvörðun á staðnum að hafa næstu messu Egilsstaðakirkju líka þarna í skóginum.

Nú er bara að vonast eftir áframhaldandi blíðu“ segir hún að lokum.


slg

  • Leikmenn

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Umhverfismál og kirkja

  • Kirkjustarf

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju