Dagskrá kirkjudaganna tekur á sig mynd

25. júní 2024

Dagskrá kirkjudaganna tekur á sig mynd

Kirkjudagarnir 2024 munu standa yfir í heila viku í lok ágúst.

Á vef kirkjudaganna segir:

"Fólk af öllu landinu kemur saman í Lindakirkju til að fagna, njóta, gleðjast, fræðast, syngja, biðja og uppbyggjast með því að taka þátt í alls konar dagskrá fyrir alla aldurshópa.

Kirkjudagar fara fram 25. ágúst til 1. september.

Þeir hefjast með kveðjumessu biskups í Dómkirkjunni, en svo verður pílagrímaganga að Lindakirkju þar sem fer fram setning Kirkjudaga.

Frá mánudegi til fimmtudags verða málstofur í Lindakirkju og á föstudeginum Sálmafoss með þátttöku kóra af öllu landinu og sungnir verða valdir sálmar í ýmsum útsetningum.

Á laugardeginum verður fjölbreytt dagskrá í Lindakirkju; hoppukastalar, völundarhús, fyrirlestrar, kynningar og margt fleira. Kirkjudögum lýkur með vígslu nýs biskups í Hallgrímskirkju.

Þema Kirkjudaga 2024 er „Sælir eru friðflytjendur“ (Mt. 5.9).

Friður kemur víða við í Biblíunni og getur merkt eining, innri ró, velferð og gleði.

Englarnir á Betlehemsvöllum sungu um frið á jörðu og Jesús boðar að sannan frið sé að finna í kærleikanum og voninni.

Að vera friðflytjandi er að stuðla að einingu og réttlæti, sýna samhygð og virðingu.“

Þessa dagana er dagskráin að taka á sig mynd.

Er hún eftirfarandi:

Sunnudagur 25. ágúst

11:00 Kveðjumessa biskups Íslands í Dómkirkjunni

12:00 Pílagrímaganga frá Dómkirkjunni í Lindakirkju

16:00 Setning Kirkjudaga í Lindakirkju

 

Mánudagur-fimmtudags 26.-29. ágúst

17:30 Helgistund

18:00 Málstofur

19:00 Málstofur

20:00 Málstofur

21:00 Helgistund

21:30 Off venue

Kaffihús opið í safnaðarheimilinu

Föstudagur 30. ágúst

15:00 Afhending heiðursviðurkenningar Liljunnar

16:30 Sálmafoss

22:00 Helgistund

Kaffihús og kynningarbásar kl. 16:00-22:00

 

Laugardagur 31. ágúst

9:30 Helgistund

10:00-16:00 Málstofur, vinnustofa, fyrirlestrar, kynningarbásar, kaffihús og fleira

12:00-16:00 Hoppukastalar, messy-church, dagskrá á sviði, völundarhús og fleira

16:00-16:30 Hátíðarhelgistund

 

Sunnudagur 1. september

14:00 Vígsla nýs biskups í Hallgrímskirkju.

 

Kirkjan.is mun greina ítarlega frá því þegar nær drergur Kirkjudögunum hvernig málstofunum verður háttað.

 

slg


 • Biskup

 • Fræðsla

 • Kirkjustaðir

 • Kirkjustarf

 • List og kirkja

 • Messa

 • Prestar og djáknar

 • Ráðstefna

 • Samfélag

 • Samstarf

 • Þjóðkirkjan

 • Tónlist

 • Biblían

Lilja Dögg og forsetahjónin

„Sögustaðir efla samkennd okkar“

22. júl. 2024
...segir menningarráðherra á Skálholtshátíð
Forseti Íslands kom á málstofuna

"Húmorinn var aldrei langt undan"

20. júl. 2024
...málstofa til minningar um sr. Karl Sigurbjörnsson
Málþingið var fjölsótt

"Stríðið gæti þróast yfir á Vesturbakkann"

20. júl. 2024
...áhrifamikið málþing á Skálholtshátíð