Góður gestur frá landinu helga

28. júní 2024

Góður gestur frá landinu helga

Sr. Sally Azar

Kirkjan.is sagði nýlega frá því að haldnir verða Kirkjudagar í lok ágúst.

Verður eitthvað um að vera í heila viku eða frá 25. ágúst til 1. september þegar nýr biskup Íslands verður vígður.

Fjölmargir góðir gestir koma til landsins í tengslum við Kirkjudaga og biskupsvígsluna.

Höfuðbisukupar Norðurlandanna koma til vígslunnar og fulltrúar frá öðrum kirkjum sem íslenska þjóðkirkjan á í samstarfi við.

Meðal þeirra erlendu gesta sem halda munu erindi á kirkjudögunum er sr. Sally Azar, prestur lúthersku kirkjunnar í Jórdaníu og Landinu helga.

Sally er fyrsti kvenkyns presturinn í Landinu helga af palestínskum uppruna.

Sr. Sally Azar mun ræða um þjónustu kirkjunnar á átakasvæðum á málstofu á Kirkjudögum, fimmtudaginn 29. ágúst kl. 18:00, taka virkan þátt í helgistund kl. 21:00 sama dag og flytja bæn í biskupsvígslunni.

Sr. Sally Azar lærði guðfræði í Líbanon og hélt þaðan til framhaldsnáms í guðfræði og fjölmenningu við Göttingen í Þýskalandi.

Hún er í stjórn Lútherska heimssambandsins sem fulltrúi Asíu og hefur komið að verkefnum sem snerta réttindi kvenna í Miðausturlöndum.

 

slg


  • Fræðsla

  • Heimsókn

  • Kirkjustarf

  • Lútherska heimssambandið

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Alþjóðastarf

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju