Húsfyllir við kveðjumessuna

30. júní 2024

Húsfyllir við kveðjumessuna

Sr. Guðrún kveður

Sr. Guðrún Karls- Helgudóttir verðandi biskup Íslands kvaddi söfnuð sinn í Grafarvogskirkju í kaffihúsamessu í morgun kl. 11:00.

Hún hefur þjónað söfnuðinum í 16 ár.

Kirkjan var troðfull þegar sr. Guðrún predikaði og þjónaði fyrir altari.

Kór Grafarvogskirkju leiddi söng og Hákon Leifsson var organisti.

Sr. Guðrún tekur formlega við embætti biskups Íslands á morgun 1. júlí, en hún verður vígð eins og áður hefur komið fram þann 1. september næstkomandi í lok kirkjudaganna.

Myndirnar sem fylgja fréttinni tók Ragnhildur Ásgeirsdóttir.


slg



Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Kirkjustaðir

Hildur Björk Hörpudóttir

Sr. Hildur Björk ráðin

22. nóv. 2024
...prestur við Glerárkirkju
Halldór Bjarki Arnarson

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

22. nóv. 2024
... Halldór Bjarki Arnarson semballeikari
Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju