Sr. Arna Ýrr ráðin sóknarprestur í stærsta söfnuði landsins

30. júní 2024

Sr. Arna Ýrr ráðin sóknarprestur í stærsta söfnuði landsins

Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir

Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir hefur verið ráðin sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli, en hún tekur við 1. júlí af sr. Guðrún Karls Helgudóttur sem hefur verið ráðin biskup Íslands.

Sr. Arna Ýrr er fædd þann 15. desember árið 1967 á Akureyri.

Foreldrar hennar eru Sigfríður Þorsteinsdóttir og Sigurður Heiðar Jónsson sem er látinn.

Sr. Arna Ýrr ólst upp á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri.

Hún lauk cand.theol prófi frá guðfræðideild Háskóla Íslands árið 1996.

Auk þess hefur hún stundað framhaldsnám í sálgæslu í Danmörku og í prédikunarfræðum í Svíþjóð.

Sr. Arna Ýrr vígðist sem prestur til Raufarhafnar árið 2000.

Áður starfaði hún sem endurmenntunarstjóri hjá Háskólanum á Akureyri.

Hún hefur starfað sem prestur í Langholtskirkju og Bústaðakirkju og einnig í Glerárkirkju á Akureyri.

Síðustu 10 ár hefur hún starfað, sem prestur í Grafarvogskirkju og tekur nú við starfi sóknarprests þar.

Auk þess hefur hún sinnt fræðslu á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands um drauma, og farið með fyrirlestra og fræðslu um það málefni víða í kirkjustarfi, bæði hjá eldri borgurum, í foreldrahópa o.fl.

Hún hefur sérhæft sig í notkun draumavinnu í sálgæslu og eru draumar og draumatúlkun eitt af hennar aðaláhugamálum.

Sr. Arna Ýrr er fráskilin og á þrjá syni, 36 ára, 19 ára og 16 ára.


slg

  • Prestar og djáknar

  • Samstarf

  • Starf

  • Þjóðkirkjan

  • Kirkjustaðir

processed-B35E206B-E00E-4BE7-B644-52F5433144D5.jpg - mynd

Níu hlutu styrk úr tónlistarsjóði kirkjunnar og STEF

23. des. 2024
Verkefnin sem hlutu styrk eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Fjölmargar sterkar umsóknir bárust að þessu sinni sem þykir bera gróskumiklu tónlistarstarfi innan Þjóðkirkjunnar gott vitni.
Vígslubiskup og sóknarpestur ásamt sóknarbarni

Þorláksmessa í Skálholti

23. des. 2024
...kaffibrúsamessa í Þorláksbúð
Altarið í Kirkjuselinu.jpg - mynd

Aðventa í Egilsstaðaprestakalli

23. des. 2024
...fjölbreytt dagská í boði