Fjölbreytt dagskrá á Orgelsumri

3. júlí 2024

Fjölbreytt dagskrá á Orgelsumri

Orgelsumar í Hallgrímskirkju verður haldið hátíðlegt frá 7. júlí til 25. ágúst í sumar 2024.

Sextán íslenskir og erlendir organistar leyfa Klais-orgeli og Frobenius-kórorgeli Hallgrímskirkju að hljóma á laugardögum kl. 12:00 og á sunnudögum kl. 17:00 í júlí og ágúst.

Dagskráin er mjög fjölbreytt og með organleik er söngur og flautuleikur og leikið verður á klarinett og selló í sumar.

Á Menningarnótt verður Orgelmaraþon þar sem frábærir organistar munu flytja orgeltónlist milli kl. 14:00 og 18:00.

Fyrsta Orgelmaraþon Íslandssögunnar var haldið í tilefni af sextugs afmæli Björns Steinars Sólbergssonar organista í Hallgrímskirkju á Menningarnótt árið 2022.

Einnig verða kórónur og fleira skemmtilegt fyrir börnin.

Orgelsumri lýkur með lokatónleikum sunnudaginn 25. ágúst kl. 17:00 með organistanum Nils-Henrik Asheim frá Stavanger í Noregi.

Á upphafstónleikum Orgelsumars í Hallgrímskirkju 2024 flytur Kjartan Jósefsson Ognibene organisti sem búsettur er í Danmörku verk eftir J.S. Bach, Maurice Duruflé, Jean Langlais, Jehan Alain og frumsamið verk, Gefðu að móðurmálið mitt – Choral, Canon og Toccata.

Kjartan er fæddur árið 1991 og hefur lokið MA gráðu í orgel- og kirkjutónlist frá Konunglega danska Tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn (DKDM) og hélt hann masterstónleika í Grundtvigs Kirke sumarið 2023 þar sem hann hlaut hæstu einkunn og einróma lof fyrir frammistöðuna.

Dagskrá Orgelsumars í Hallgrímskirkju 2024:

Sunnudagur 7. júlí kl. 17:00

Upphafstónleikar Orgelsumars

Kjartan Jósefsson Ognibene, orgel Kaupmannahöfn Danmörk


Laugardagur 13. júlí kl. 12:00

Ensemble Norðsól

Svafa Þórhallsdóttir, söngur

Anne Kirstine Mathiesen, orgel

Hanna Englund, selló


Sunnudagur 14. júlí kl. 17:00

Wolfgang og Judith Portugall Bensheim Þýskaland

Wolfgang Portugall, orgel

Judith Portugall flauta

 

Laugardagur 20. júlí kl. 12:00

Ágúst Ingi Ágústsson orgel Kópavogur

 

Sunnudagur 21. júlí kl. 17:00

Kadri Ploompuu, orgel Tallinn Toom Eistland


Laugardagur 27. júlí kl. 12:00

Matthías Harðarson og Harpa Ósk Björnsdóttir

Matthías Harðarson, orgel Vestmannaeyjar

Harpa Ósk Björnsdóttir, sópran

 

Sunnudagur 28. júlí kl. 17:00

Maxine Thevenot, orgel Cathedral of St. John Albuquerque Bandaríkin

 

Laugardagur 3. ágúst kl. 12:00

Elísabet Þórðardóttir og Þórður Árnason

Elísabet Þórðardóttir, orgel Laugarneskirkja

Þórður Árnason gítar

 

Sunnudagur 4. ágúst kl. 17:00

Thierry Escaich, orgel Notre Dame París, Frakkland

Laugardagur 10. ágúst kl. 12:00

Tuuli Rähni og Selvadore Rähni

Tuuli Rähni, orgel Eistland - Ísland

Selvadore Rähni, klarínett

 

Sunnudagur 11. ágúst kl. 17:00

Vidas Pinkevicius & Ausra Motuzaite-Pinkeviciene, orgel Vilnius Litháen

 

Laugardagur 17. ágúst kl. 12:00

Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir

Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, orgel Akureyrarkirkja

Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, selló

 

Sunnudagur 18. ágúst kl. 17:00

Kitty Kovács, orgel Landakirkja Vestmannaeyjum


Laugardagur 24. ágúst kl. 14:00-18:00

ORGELMARAÞON Á MENNINGARNÓTT

Björn Steinar Sólbergsson, Steinar Logi Helgason, Matthías Harðarson, Kittý Kovács, Tuuli Rähni, Nils-Henrik Asheim og Elísabet Þórðardóttir.

Kórónur og fleira skemmtilegt fyrir börnin.

 

Sunnudagur 25. ágúst kl. 17:00

Nils-Henrik Asheim, orgel Stavanger, Noregi

 

slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Kirkjustaðir

Barna og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju

Laust starf kórstjóra

03. júl. 2024
…unglingakórs Hafnarfjarðarkirkju
Sr. Guðrún Karls Helgudóttir á biskupssofu

Fyrsti vinnudagurinn annasamur

01. júl. 2024
...hjá nýjum biskupi Íslands
For hope and future.jpg - mynd

Hjálparstarf Lútherska heimssambandsins gríðarlega mikilvægt

01. júl. 2024
...varaforseti skrifar um hjálparstarfið