Fjölbreytt dagskrá á Orgelsumri

15. júlí 2024

Fjölbreytt dagskrá á Orgelsumri

Næstkomandi laugardag þann 20. júlí kl. 12:00 mun Ágúst Ingi Ágústsson organisti úr Kópavogi leika verk eftir Lübeck, Rossi, Frescobaldi og Dupré.

Gaman er að vekja athygli á því að dóttir hans Hekla Sigríður Ágústsdóttir mun einnig leika á trompet í einu verkanna.

Tónleikarnir taka um 30 mínútur.

Ágúst Ingi Ágústsson lauk kantorsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar árið 1998 þar sem Hörður Áskelsson var aðalkennari hans.

Árið 2008 lauk hann einleiksáfanga á orgel við sama skóla, einnig undir handleiðslu Harðar.

Veturinn 2000-2001 sótti hann tíma í orgelleik hjá professor Hans-Ola Ericsson í Piteå í Svíþjóð.

Í júní sl. útskrifaðist Ágúst af kirkjutónlistarbraut við Listaháskóla Íslands þar sem hann lærði m.a. orgelleik hjá Eyþóri Inga Jónssyni og kórstjórn hjá Magnúsi Ragnarssyni.

Ágúst hefur stjórnað sönghópnum Cantores Islandiae frá stofnun hópsins árið 2018. Hann starfaði sem organisti hjá kaþólsku kirkjunni í Hafnarfirði árin 1993–2000 og var stjórnandi gregorskórsins Cantores Iutlandiae í Danmörku árin 2011–2017.

Fyrir utan tónlistariðkun starfar Ágúst sem læknir.



Sunnudaginn 21. júlí kl. 17:00 flytur Kadri Ploompuu organisti dómkirkjunnar í Tallinn í Eistlandi verk eftir Mykola Kolessa, Tõnu Kõrvits, Johann Sebastian Bach, Erkki-Sven Tüür, Olivier Messiaen og Philip Glass.

Tónleikarnir eru um 60 mínútur.

Kadri Ploompuu útskrifaðist frá Georg Ots tónlistarskólanum í Tallinn árið 1979 sem píanóleikari og organisti og árið 1985 frá Tallinn State Conservatoire þar sem hún stundaði nám í píanó- og orgelleik hjá prófessorunum Lilian Semper og Hugo Lepnurm.

Hún hefur starfað sem konsertmeistari og orgelkennari við Georg Ots tónlistarháskólann í Tallinn, síðar sem orgelkennari við EELC Kirkjutónlistarskólann og verið bæði orgelkennari og yfirmaður kirkjutónlistardeildar EELC guðfræðistofnunar.

Hún hefur einnig verið stjórnarmaður í EELC kirkjutónlistarfélaginu síðan 2010.

Kadri hefur starfað sem organisti við dómkirkjuna í Tallinn síðan 1990.

Auk þess hóf hún störf sem tónlistarstjóri kirkjunnar árið 2013.

Hið lifandi tónlistarlíf Dómkirkjunnar er því hennar að skipuleggja, þar á meðal vikulega laugardags orgeltónleikaröð sem staðið hefur yfir í meira en 30 ár og hefur hún marg oft komið fram þar.

Kadri hefur komið fram bæði sem einleikari og með kammerhljómsveitum í kirkjum víðsvegar um Eistland og í ýmsum Evrópulöndum.

Hún hefur tekið þátt í orgelhátíðunum í Tallinn og Pärnu og í orgelviku í Visby.

Árið 2004 gaf Kadri út sinn fyrsta geisladisk sem einleikari og var hann hljóðritaður á orgel Dómkirkjunnar í Tallinn.

Árið 2013 lék hún inn á geisladiskinn „Strings of the Soul“ með tríóinu „Armonia“ og árið 2014 kom út geisladiskurinn „Tallinn Cathedral organ.

100 Years of Ladegast-Sauer organ“.

Árið 2017 gaf hún út sína fjórðu plötu ásamt fiðluleikaranum Urmas Vulp sem inniheldur tónlist eftir Max Reger.


slg


Myndir með frétt

  • Kirkjustarf

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Kirkjustaðir

Hof í Vopnafirði

Laust starf organista

21. des. 2024
...við Hofsprestakall
Jólastemmning í Hafnarfjarðarkirkju

Forseti Íslands á jólavöku kirkjunnar

20. des. 2024
... haldið uppá 110 ára vígsluafmæli Hafnarfjarðarkirkju
Orgelnemendur við Klais orgelið

Börn fengu að að spila á Klais orgelið

19. des. 2024
...jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar