Forseti Íslands ræðumaður á Skálholtshátíð

15. júlí 2024

Forseti Íslands ræðumaður á Skálholtshátíð

Fjölmenni er ætíð á Skálholtshátíð

Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson verður ræðumaður á Skálholtshátíð í ár þegar 75 ár eru liðin frá fyrstu Skálholtshátíðinni, sem var haldin árið 1949.

Dagskrá Skálholtshátíðar 2024 verður eftirfarandi:

Laugardagur 20. júlí, Þorláksmessa á sumar

Kl. 9.00 Útimessa við Þorlákssæti.

Setning Skálholtshátíðar.

Kl. 10:00 – 12:00 Málþing um frið og von fyrir botni Miðjarðarhafsins.

Málþingið sem verður að hluta til á ensku er á vegum Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar.

Fyrirlesarar eru dr. Munther Isaac, prestur lúthersku kirkjunnar í Betlehem og dr. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor við Williams háskóla í Massachusetts í Bandaríkjunum, auk Ólafar Ragnarsdóttur, fréttamanns RÚV.

Bogi Ágústsson, formaður Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar setur málþingið.

Málstofustjóri er sr. Matthildur Bjarnadóttir prestur í Garðaprestakalli.

Kl. 12:00 Hádegisverður á Hvönn.

Kl. 12:00 Fornleifaskóli barnanna.

Eva Bryndís Ágústdóttir fornleifafræðingur kynnir ýmsar fornleifar og gripi sem fundist hafa í Skálholti.

Börnin fá svo að grafa eftir fornleifum.

Kl. 13:00 - 14:00 Málstofa til minningar um dr. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands.

Dr. Gunnlaugur A. Jónsson flytur erindi um ævi og verk Karls biskups.

Erindi um list í kirkjum og list í verkum Karls biskups.

Hjónin Leifur Breiðfjörð og Sigríður Jóhannsdóttir flytja erindi sem þau nefna "Litur ljóssins."

Málstofustjóri verður sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti.

Kl. 16:00 Hátíðartónleikar Skálholtshátíðar 2024 á 75 ára afmæli hátíðarinnar.

Flutt verður fjölbreytt og hátíðleg tónlist og er stjórnandi þeirra Jón Bjarnason, organisti.

Hápunkturinn á hátíðartónleikunum er Kantata eftir Johann Sebastian Bach,Vergnügte Ruh, beliebte Seelenlust, BWV 170, sólókantata sem Sigríður Ósk Kristjánsdóttir flytur ásamt orgeli, óbói og strengjasveit.

Auk þess verður fluttur orgelkonsert eftir Georg Friedrich Händel og Skálholtskórinn flytur verk eftir Antonio Lotti.

Auk Sigríðar Óskar Kristjánsdóttur eru helstu flytjendur Páll Palomares konsertmeistari, Matthías Birgir Nardeau óbóleikari og Skálholtskórinn.

Kl. 18:00. Tíðagjörð í Skálholtsdómkirkju.

 

Sunnudagur 21. júlí, Skálholtshátíð í 75 ár

Ávöxtur friðar er okkar ljós

Kl. 9:00 Tíðagjörð í Skálholtsdómkirkju.

Kl. 11:00 Orgeltónleikar Jóns Bjarnasonar.

Flutt verða verk eftir Johann Sebastian Bach á orgelið í Skálholtsdómkirkju.

Kl. 12:00 Fornleifaskóli barnanna.

Eva Bryndís Ágústdóttir fornleifafræðingur kynnir ýmsar fornleifar og gripi sem fundist hafa í Skálholti.

Börnin fá svo að grafa eftir fornleifum.

Kl. 14:00 Hátíðarmessa í Skálholtsdómkirkju.

„Hegðið ykkur því eins og börn ljóssins.

Því að ávöxtur ljóssins er einskær góðvild, réttlæti og sannleikur.“ (Ef 5.8b-9).

Gullna reglan og þrönga hliðið. (Matt. 7.12-14).

Skálholtskórinn syngur.

Stjórnandi og organisti er Jón Bjarnason.

Trompetleikarar eru Jóhann I. Stefánsson og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson.

Hópur pílagríma gengur til messu og hefst messan með móttöku þeirra.

Pílagrímagangan er að þessu sinni allar götur frá Reynivöllum í Kjós og hefst ganga hvers dags kl. 9:00 undir leiðsögn sr. Örnu Grétarsdóttur, sóknarprests á Reynivöllum, frá Stíflisdal, frá Þingvallakirkju og loks frá afleggjaranum að Neðra Apavatni.

Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti prédikar og þjónar fyrir altari ásamt frú Guðrúnu Karls Helgudóttur, biskupi Íslands, sr. Axel Á. Njarðvík, sóknarpresti, Bergþóru Ragnarsdóttur, djákna, sr. Guðlaugu Helgu Guðlaugsdóttur og frú Agnesi M. Sigurðardóttur fráfarandi biskupi Íslands. 

Lesarar eru Erlendur Hjaltason, formaður Skálholtsfélagsins hin nýja og Bogi Ágústsson formaður Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar. 

Kl. 15:00 Kirkjukaffi í boði Skálholtsstaðar.

Kl. 16:00 Hátíðardagskrá í Skálholtsdómkirkju.

„Ávöxtur friðar er okkar ljós.“

Ávarp flytur frú Agnes M. Sigurðardóttir.

Hátíðarerindi flytur forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson.

Flutt verður stutt ágrip af sögu Skálholtshátíðar í 75 ár.

Ávarp ráðherra.

Gísli Stefánsson, bariton, syngur einsöng og Skálholtskórinn syngur undir stjórn Jóns Bjarnasonar, organista.

Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti stýrir dagskrá og flytur fréttir.

Kl. 18:00 Te Deum í Skálholtsdómkirkju.


Á vef Skálholts  segir:

"Sjötíu og fimm ár eru frá fyrstu Skálholtshátíðinni sem haldin var eftir að Skálholtsfélagið var stofnað árið 1948.

Yfirskrift hátíðarinnar er sótt í þá skyldu kirkjunnar að flytja frið og styrkja ljós vonarinnar á erfiðum tímum en í ár eru allt of víða háð stríð í heiminum.

Er það áhyggjuefni hversu miklar hörmungar það hefur leitt yfir marga, dauða, eyðileggingu og flótta.

Boðskapur kirkjunnar krefst þess að við beitum okkur fyrir friði og réttlæti sem manneskjur.

Það er ljósið sem við erum knúin til að bera inní líf annarra, líkt og segir í Efesusbréfinu:

„Hegðið ykkur því eins og börn ljóssins.

Því að ávöxtur ljóssins er einskær góðvild, réttlæti og sannleikur.“

Þar segir ennfremur:

„Stofnun Skálholtsfélagsins markar án efa upphaf endurreisnar Skálholts með biskupssetri og dómkirkju.

Á þessum tímamótum þegar liðin eru 75 ár frá fyrstu Skálholtshátíðinni sem haldin var í gömlu sóknarkirkjunni 1949 verður flutt stutt ágrip af sögu Skálholtshátíðarinnar.

Í ár verður greint frá uppbyggingu Gestastofunnar í Skálholti, endurreisn Bókhlöðu Skálholts og Prentsöguseturs Íslands, stofu Sigurbjörns Einarssonar og merkingu Þorláksleiðar.

Öll dagskrá Skálholtshátíðar er öllum opin án endurgjalds."

 

slg


Myndir með frétt

  • Biblían

  • Biskup

  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Kirkjustaðir

  • Menning

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Tónlist

  • Trúin

  • Vígslubiskup

  • Alþjóðastarf

Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju
Prestarnir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Toshiki Toma ásamt Olgu Khodos

Manneskjan er flóknasti og fallegasti leyndardómur tilverunnar.

20. nóv. 2024
...segir Olga Khodos sálfræðingur frá Úkraínu
Grensáskirkja gnæfir yfir byggðina

Jólaaðstoð Hjálparstarfsins kynnt

20. nóv. 2024
...hjá Vinum Hjálparstarfsins