Rósalind kemur í stað Jóhanns Friðgeirs

19. júlí 2024

Rósalind kemur í stað Jóhanns Friðgeirs

Rósalind Gísladóttir

Kirkjan.is sagði frá því í fyrradag að Jóhann Friðgerir Valdimarsson myndi syngja einsöng og leiða almennan safnaðarsöng í ljúfri kvöldmessu í Bústaðakirkju sunnudagskvöldið 21. júlí kl. 20:00.

Jóhann forfallaðist og ætlar Rósalind Gísladóttir að hlaupa í skarðið.

Rósalind Gísladóttir lauk 8. stigi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1999 og hélt þá til framhaldsnáms í söng á Spáni.

Árið 2012 vann Rósalind til fyrstu verðlauna í Barry Alexander International Vocal Competition og söng í kjölfarið á tónleikum í Carnegie Hall í New York.

Rósalind hefur sungið með Íslensku óperunni og ýmsum kórum, þar á meðal kór Íslensku óperunnar.

Hún hefur auk þess haldið fjölda tónleika bæði hérlendis og erlendis.

Árið 2011 tók hún þátt verðlaunagjörningi Ragnars Kjartanssonar, Bliss, á listahátíðinni Performa í New York.

Rósalind hefur stjórnað gospelkór Árbæjarkirkju og barnakórum.

Jónas Þórir organisti leikur á flygil og sr. Þorvaldur Víðisson, prestur í Fossvogsprestakalli og prófastur í Reykjavíkuprófastsdæmi vestra flytur hugleiðingu og þjónar fyrir altari.

Jónas Þórir og Rósalind leiða einnig almennan safnaðarsöng.

Eins og fram kom í hinni fyrri frétt, þá er guðspjall kvöldsins með frægari textum Biblíunnar, fenginn úr Matteusarguðspjalli og hljóðar svona:

"Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skulu þér og þeim gjöra."

Þessi texti hefur gjarnan verið kallaður Gullna reglan.

Kvöldmessurnar eru heimilislegar og lágstemmdar.

Litúrgían er einföld, þar sem Taize sálmar eru til dæmis sungnir í stað hefðbundinnar miskunnarbænar og dýrðarsöngs.

 

slg


  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Tónlist

  • Trúin

  • Biblían

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir verður vígð til biskups í Hallgrímskirkju

31. ágú. 2024
...á morgun, sunnudaginn 1. eptember
Biskup afhendir Ingunni Aradóttur viðurkenningu fyrir að syngja í kirkjukór í 45 ár

Viðurkenningar fyrir söng í kirkjukórum og Sálmafoss

31. ágú. 2024
...á Kirkjudögum þjóðkirkjunnar
Regína Ósk og Svenni sjá um sunnudagaskólann

Friður og fjör á Kirkjudögum

30. ágú. 2024
...mikil gleði þrátt fyrir slæmt veðurútlit