Kirkjudagarnir nálgast

6. ágúst 2024

Kirkjudagarnir nálgast

Lindakirkja

Nú þegar verslunarmannahelgin er liðin fer fólk að týnast heim úr sumarleyfum og bráðum byrja skólarnir.

Kirkjustarf hefur verið blómlegt í sumar og hefur kirkjan.is sagt frá mörgu sem þar hefur verið á dagskrá.

Vetrarstarfið er víðast hvar með öðru sniði og fer það á fullt í september.

Í ár verða sérstakir kirkjudagar haldnir í upphafi starfsins.

Á þeim verður allsherjar kynning á afar fjölbreyttu starfi kirkjunnar.

Þeir fara að mestu leyti fram í Lindakirkju í Kópavogi.

Kirkjudagarnir hefjast sunnudaginn 25. ágúst kl. 11:00 með kveðjumessu frú Agnesar M. Sigurðardóttur biskups Íslands í Dómkirkjunni í Reykjavík og lýkur með biskupsvígslu sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur í Hallgrímskirkju.

Á kirkjudögunum verða málstofur og kynningarbásar.

Málstofurnar verða á kvöldin frá mánudeginum 26. ágúst til fimmtudagsins 29. ágúst kl. 18:00, 19:00 og 20:00.

Málstofurnar hefjast og þeim lýkur með helgistundum kl. 17:30 og kl. 21:00.

Efni málstofanna verður kynnt síðar.

Kynningarbásar verða föstudaginn 30. ágúst og laugardaginn 31. ágúst.

Meðal þess sem kynnt verður í kynningarbásunum er:

Eldriborgararáð, Biblíufélagið, Kirkjuhúsið/Skálholtsútgáfa, ÆSKÞ/ÆSKH, íslenska kirkjan erlendis, KFUM og KFUK, Hjálparstarf kirkjunnar, Kristniboðssambandið, Vinir í bata, Kyrrðarbænasamtökin, Samtök um náttúrulega safnaðaruppbyggingu, Tónskólinn, Kvennakirkjan, Örninn og margt fleira.

Fylgist vel með á kirkjan.is

 

slg

  • Alþjóðastarf

  • Barnastarf

  • Biblían

  • Biskup

  • Eldri borgarar

  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Hjálparstarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Messa

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Umhverfismál

  • Umhverfismál og kirkja

  • Viðburður

  • Vígsla

  • Æskulýðsmál

logo.png - mynd

Laust starf

19. mar. 2025
...prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
Neskirkja í Reykjavík

Laust starf

18. mar. 2025
...prests við Neskirkju í Reykjavík
Kristín Waage, Kristján Valur, Kristján Búason og Margrét Bóasdóttir

Tvöfalt afmæli á hjúkrunarheimilinu Grund

17. mar. 2025
...kapellan á Grund 70 ára