Umsækjendur um Víkurprestakall

9. ágúst 2024

Umsækjendur um Víkurprestakall

Víkurkirkja

Biskup Íslands óskaði nýlega eftir sóknarpresti til þjónustu við Víkurprestakall í Suðurprófastsdæmi.

Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf 1. september n.k.

Tvær umsónkir bárust

Sr. Jóhanna Magnúsdóttir

Einn umsækjandi óskar nafnleyndar

Prestakallið

Í Víkurprestakalli í Suðurprófastsdæmi eru sex sóknir.

Heildaríbúfjöldi er 1.409 og sóknarbörn eru 441.

Prestakallið afmarkast af Markarfljóti að vestan auk Hólmabæja, vestan Markarfljóts og Blautukvísl á Mýrdalssandi að austan.

Víkurprestakall er á samstarfssvæði með Kirkjubæjarklaustursprestakalli.

Í prestakallinu eru átta guðshús.

Húsnæði fyrir sóknarprest er til staðar í Vík og starfsaðstaða hans er í sameiginlegu húsnæði á vegum sveitarfélagsins.

Vík er stærsti byggðarkjarni prestakallsins og þar búa flest sóknarbörnin.

Þar er leikskóli, grunnskóli og tónlistarskóli.

Í Vík er hjúkrunar og dvalarheimilið Hjallatún.

Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við þjóðkirkjuna og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8. gr. starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

Valnefnd skal ná samstöðu um einn umsækjenda en valið skal byggt á fyrirliggjandi þarfagreiningu og rökstutt á grundvelli hennar.

Í framhaldinu ræður biskup viðkomandi í starfið, að því gefnu að hann telji niðurstöður valnefndar reistar á lögmætum sjónarmiðum.


slg


  • Kirkjustaðir

  • Prestar og djáknar

  • Prófastur

  • Starfsumsókn

  • Biskup

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir verður vígð til biskups í Hallgrímskirkju

31. ágú. 2024
...á morgun, sunnudaginn 1. eptember
Biskup afhendir Ingunni Aradóttur viðurkenningu fyrir að syngja í kirkjukór í 45 ár

Viðurkenningar fyrir söng í kirkjukórum og Sálmafoss

31. ágú. 2024
...á Kirkjudögum þjóðkirkjunnar
Regína Ósk og Svenni sjá um sunnudagaskólann

Friður og fjör á Kirkjudögum

30. ágú. 2024
...mikil gleði þrátt fyrir slæmt veðurútlit