Áhugaverðar málstofur á fyrsta degi Kirkjudaganna

12. ágúst 2024

Áhugaverðar málstofur á fyrsta degi Kirkjudaganna

Kirkjudagar þjóðkirkjunnar hefjast sunnudaginn 25. ágúst með kveðjumessu frú Agnesar M. Sigurðardóttur biskups Íslands í Dómkirkjunni í Reykjavík.

Næstu daga fara fram afar áhugaverðar málstofur í Lindakirkju, sem verður aðalvettvangur Kirkjudaganna.

Fyrsta daginn mánudaginn 26. ágúst verða eftirfarandi málstofur í boði:

Kl. 18:00 Sálgæsla og tónlist - Tónmóðir eilífðarinnar.

Erna Blöndal söngkona sér um þá málstofu, sem fram fer í kirkjunni.

Í safnaðarheimilinu er á sama tíma málstofa með yfirskriftinni:

Umhyggja, samfylgd og sálgæsla - að bregðast við áföllum í barna og æskulýðsstarfi.

Það eru sr. Guðni Már Harðarson og sr. Dís Gylfadóttir, sem sjá um þessa málstofu.

Í kennslustofunni er málstofa sem ber yfirskriftina:

Þegar akurinn kemur til okkar.


Kl. 19:00 verða þættir sálgæslu A í kirkjunni í umsjá sr. Gunnars Rúnars Mattíassonar og sr. Vigfúsar Bjarna Albertssonar.

Á sama tíma verður í safnaðarheimilinu málstofan:

Sálgæsla í söfnuði - rótfesti og friður í hjarta í umsjá Ástu Ágústsdóttur djákna og sr. Sigurðar Arnarsonar.

Í kennslustofunni verður málstofan:

Hvernig geta bænaaðferðir úr hugleiðslustarfi kristinnar trúar stuðlað að innri friði?

Þessi málstofa er í umsjá Bylgju Dísar Gunnarsdóttur.

Kl. 20:00 verða þættir sálgæslu A í umsjá sr. Gunnars Rúnars Matthíassonar og sr. Vigfúsar Bjarna Albertssonar.

Í safnaðarheimilinu verður málstofa um starf sorgarmiðstöðvar.

Það er Jóhanna María Eyjólfsdóttir fagstjóri, sem sér um hana.

Að lokum verður málstofa í kennslustofunni sem ber yfirskriftina:

Sálgæsla, nærvera, snerting í umsjá Önnu Huldu Júlíusdóttur djákna.

Málstofur daganna þar á eftir verða kynntar á fréttavefnum næstu daga.

 

slg



  • Auglýsing

  • Barnastarf

  • Biskup

  • Eldri borgarar

  • Fræðsla

  • Guðfræði

  • Kærleiksþjónusta

  • Kirkjustaðir

  • Kirkjustarf

  • Prestar og djáknar

  • Ráðstefna

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Trúin

  • Æskulýðsmál

Kári Þormar og Hólmfríður Jóhannesdóttir

Heiðursgesturinn átti 80 ára fermingarafmæli

21. nóv. 2024
...fermingarafmælishátíð í Hafnarfjarðarkirkju
Prestarnir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Toshiki Toma ásamt Olgu Khodos

Manneskjan er flóknasti og fallegasti leyndardómur tilverunnar.

20. nóv. 2024
...segir Olga Khodos sálfræðingur frá Úkraínu
Grensáskirkja gnæfir yfir byggðina

Jólaaðstoð Hjálparstarfsins kynnt

20. nóv. 2024
...hjá Vinum Hjálparstarfsins