Mikil gleði í gleðigöngunni

13. ágúst 2024

Mikil gleði í gleðigöngunni

Gleðigangan síðast liðinn laugardag var litrík og skemmtileg eins og fram hefur komið í fréttum.

Víða hafa birst myndir af prestum og biskupum í litríkum klæðum á samfélagsmiðlum.

Æskulýðssamband þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) tók þátt í göngunni líkt og undanfarin ár.

Með þátttöku sinni vill ÆSKÞ draga úr fordómum gegn hinsegin fólki sem stundum eru byggðir á biblíutivitnunum.

Þá telur ÆSKÞ að ekki sé hægt að finna grundvöll fyrir því að fordæma sambönd hinsegin para í kristinni trú.

Þetta árið bauð ÆSKÞ hinsegin pörum upp á sambands blessun fyrir öll þau pör sem vildu.

Sr. Steinunn Anna Baldvinsdóttir prestur í Seljaprestakalli þjónaði, en hún er einnig gjaldkeri ÆSKÞ.

Sólveig Franklínsdóttir framkvæmdastjóri ÆSKÞ segir að þessi gjörningur hafi vakið jákvæða athygli á því að þjóðkirkjan stendur öllum opin og þangað eru öll velkomin.

Að hennar sögn var það myndarlegur og fjölbreyttur hópur sem gekk í gleðigöngunni fyrir hönd ÆSKÞ.

„Mætingin var í besta lagi og gleðin einkenndi þátttakendur.

Meðal þátttakenda voru æskulýðsbörn, æskulýðsleiðtogar, starfsfólk safnaða og biskupsstofu, prestar, djáknar og biskupar“ segir Sólveig að lokum.

Sjá myndir hér fyrir neðan.

 

slg


Myndir með frétt

  • Biblían

  • Biskup

  • Fræðsla

  • Leikmenn

  • Prestar og djáknar

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þjóðkirkjan

  • Æskulýðsmál

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir verður vígð til biskups í Hallgrímskirkju

31. ágú. 2024
...á morgun, sunnudaginn 1. eptember
Biskup afhendir Ingunni Aradóttur viðurkenningu fyrir að syngja í kirkjukór í 45 ár

Viðurkenningar fyrir söng í kirkjukórum og Sálmafoss

31. ágú. 2024
...á Kirkjudögum þjóðkirkjunnar
Regína Ósk og Svenni sjá um sunnudagaskólann

Friður og fjör á Kirkjudögum

30. ágú. 2024
...mikil gleði þrátt fyrir slæmt veðurútlit